is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34286

Titill: 
  • Lagaleg ráðherraábyrgð : Landsdómur og Mannréttindadómstóll Evrópu í máli Geirs H. Haarde
  • Titill er á ensku Statutory ministerial accountability : Court of Impeachment and European Court of Human Rights, case Haarde v. Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi ber heitið Lagaleg ráðherraábyrgð, Landsdómur og mannréttindadómstóll Evrópu í máli Geirs H. Haarde. Með lagalegri ráðherraábyrgð er átt við þegar ráðherra er lögum samkvæmt gert að sæta refsiábyrgð vegna embættisverka hans í starfi, sem sker sig frá hinum pólitíska anga ráðherraábyrgðar sem hann getur þurft að sæta vegna hverju því sem í starfi hans felst óháð lögum, kjósi meirihluti Alþingis að draga viðkomandi til ábyrgðar með vantraust tillögu. Í ritgerðinni spyr höfundur hvort að framkvæmd laganna fái staðist Mannréttindasáttmála Evrópu og dregur saman það helsta sem nú er vitað um efnið, að undangengnum Landsdómi, þeim fyrsta og eina sem fallið hefur á grundvelli laga um ráðherrábyrgð og laga um Landsdóm, rúmri öld frá setningu laganna. Sú framkvæmd Landsdóms, sem nánar verður lýst, var tekin til endurskoðunar hjá mannréttindadómstól Evrópu og reynir höfundur að varpa ljósi á þær niðurstöður, bæði sérstaklega og í heild sinni. Dómþoli í umræddu máli, Geir H. Haarde vann að margra mati stórsigur fyrir Landsdómi, þótt hann hafi verið sakfelldur af í einum ákærulið af tveimur. Honum gekk hins vegar ekki eins vel fyrir mannréttindadómstól Evrópu sem vísaði á bug helstu kröfum hans um að rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar hafi verið brotinn. Málmeðferð Landsdóms stendur fast í lappirnar að þessari endurskoðun undangenginni en sambærilegt fyrirkomulag úr erlendum rétti hefur verið samþykkt af mannréttindadómstól Evrópu. Þetta þýðir þó ekki að framkvæmdin sé hafin yfir alla gagnrýni enda er engin ástæða til að fylgja með í blindni þegar kemur að réttindum sakaðra manna og málsmeðferðinni sem þeir sæta.

  • Útdráttur er á ensku

    The essay ́s topic is Statutory ministerial accountability – Court of Impeachment & EuropeanCourt of Human Rights in case Haarde v. Iceland. Statutory ministerial accountability meansthat ministers are, by law, criminally accountable for ministerial breaches in office. Opposedto this, is political accountability whereas ministers, disregard what tha law is, areaccountable to their legislative bodies such as parliament, in which motion of distrust is eithervoted for or defeated. The author aims to determine wheather these provisions fulfillpreconditions made in the European Convention of Human Rights aswell to explain thesubject from its forseen perspective, with a historical first and only verdict before Court ofImpeechment,applying The Court of Impeechment Act and The Ministerial AccountabilityAct, more than centuryfrom it ́s bill surpassingIceland ́sparliament votes. Theseproceedings, which will be detailed, were later applied for review by the ECHR. The authorgoal is to assess the findings of the courts, both in particular and in a whole. Many havedeclared the defendant in this particular case Geir H. Haarde, who was only convicted on oneaccount, a winner by margin with Iceland ́s Court of Impeechment. Although his appeal withECHR did not, as the Court rejected reviewing allegation which were either dismissed orended with the defendant acquittal. Reiteration, with simular ruling within the Court ́s case-law, COI proceedings have thus been confirmed by ECHR, although it should never surpasscriticism for there is no reasons to follow in blind faith when it comes to human rights for thecriminally accused.

Samþykkt: 
  • 5.7.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34286


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokadraftpdf.pdf424.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna