is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34287

Titill: 
  • Staðgöngumóðirin : upplifun hennar og móðurhlutverkið með tilkomu staðgöngumæðrunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umræðan um staðgöngumæðrun einkennist af ýmsum siðferðilegum álitamálum sem gerir hana umdeilda. Hún er jafnframt óheimil á Íslandi og þar sem áherslan er oftast sett á annaðhvort réttindi barnsins sem getið er með staðgöngumæðrun eða á fólkið sem þarfnast aðstoðar við barnseignir, þá gleymist stundum að taka inn í heildarumræðuna staðgöngumóðurina sjálfa og þeirra hugmyndafræði bakvið ferlið sjálft. Með tilkomu staðgöngumæðrunar getur barn átt þrjár mæður; erfðafræðilega móður, líffræðilega móður og verðandi móður. Móðurhlutverkið hefur einnig verið skilgreint á mismunandi vegu þar sem hugmyndir flakka á milli þess að móðirin sé félagsleg eða erfðafræðileg (nature vs. nurture). Þar sem þriðja móðirin er komin inn í myndina þá flækir þetta hefðbundin skilning á móðurhlutverkinu. Niðurstöður rannsókna á staðgöngumæðrum gefa til kynna að þær tileinka sér sérstakt hugarfar sem felur meðal annars í sér að tengjast ekki barninu og leggja megináhersluna á sambandið við verðandi foreldrana. Þær sýndu fram á að helstu hvatir staðgöngumæðranna sem skoðaðar voru; þóknun, hjálpa öðrum að upplifa gleðina bakvið foreldrahlutverkið og upplifa hamingjuna bakvið meðgönguna. Það virðist ríkja viss ótti varðandi niðurstöður þessara rannsókna að staðgöngumæður séu ekki að segja frá sínum raunverulegu og undirliggjandi ástæðum. Viðfangsefni ritgerðarinnar er að skoða upplifun staðgöngumæðra ásamt því að varpa ljósi á hvaða skilningur er settur í móðurhlutverkið. Höfundur þessarar ritgerðar telur að þetta geti verið jákvæð, hjálpleg og mikilvæg viðbót í heildarumræðuna þegar kemur að lögleiðingu staðgöngumæðrunar þar sem nauðsynlegt er að skoða alla vinkla vel.

Samþykkt: 
  • 5.7.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34287


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerðin (til einkunnar 24. maí) nýjasta pdf.pdf982,28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
sigurdis_brynjolfs.pdf52,16 kBLokaðurYfirlýsingPDF