is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34289

Titill: 
 • iHOT-12 og HAGOS spurningalistar: Réttmæti íslenskrar þýðingar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Sjálfsmats spurningalistar eru víða notaðir til að meta árangur í meðferð og bera saman mismunandi meðferðarsnið. Engir spurningalistar um einkenni í mjöðm og/eða nára hafa verið þýddir yfir á íslensku og gert mat á próffræðilegum eiginleikum þeirra. International hip outcome tool 12 (iHOT- 12) og Copenhagen hip and groin outcome score spurningalistarnir eru notaðir af nágrannaþjóðum til að meta einkenni, færni og lífsgæði hjá einstaklingum með einkenni í mjöðm og/eða nára. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta réttmæti íslenskrar þýðingar á iHOT-12 og HAGOS spurningalistunum.
  Efniviður og aðferðir: Þýðing spurningalistanna fór fram eftir staðlaðri aðferð. Þátttakendur (n=61) fylltu út spurningahefti sem innihélt grunnupplýsingar, iHOT-12, HAGOS, EQ-5D-5L spurningalistana og merktu á VAS-kvarða (visual analog scale). Við mat á réttmæti var notað hugsmíðaréttmæti þar sem gerðar voru fyrirfram tilgátur um fylgni milli mælitækjanna (metin með Spearman fylgnistuðli). Fylgni >0,7 var talin sterk, >0,5 talin ásættanleg fylgni og <0,3 óásættanleg fylgni. Jamovi®-hugbúnaður (9. útgáfa) var notaður við tölfræðiúrvinnslu réttmætis.
  Niðurstöður: Tölfræðilega sterk fylgni fannst milli allra undirþátta HAGOS og iHOT-12. Einnig fannst tölfræðilega sterk fylgni milli verkjaþáttar HAGOS og VAS verkjakvarða, ADL undirþáttar HAGOS og ADL undirþáttar EQ-5D-5L og verkjaþáttar HAGOS og verkjaþáttar EQ-5D-5L.
  Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að íslensk útgáfa iHOT-12 og HAGOS spurningalistanna sé réttmæt. Rannsókninni er þó ekki lokið. Til að staðfesta próffræðilega eiginleika spurningalistanna þarf að fjölga þátttakendum í hópi 2 og meta notagildi spurningalistanna til að meta mælanlegar breytingar yfir tíma.

Samþykkt: 
 • 10.7.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34289


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SmariHrafnsson_MasterThesis_Final_22-5.pdf2.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni.pdf87.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF