is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34290

Titill: 
 • Stoðkerfiseinkenni fyrrum afreksmanna í handknattleik. Áhrif einkenna frá hné á hreyfingu og líðan fyrrum afreksmanna í handknattleik borið saman við samanburðarhóp
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Handknattleiksmenn á hæsta getustigi verða fyrir miklu álagi á sínum ferli. Talsverðar líkur eru á því að verða fyrir meiðslum í handknattleik, þá frekar í leikjum en á æfingum. Þau meiðsli sem leikmenn verða fyrir á hnjám geta leitt til slitbreytinga með tímanum og á endanum slitgigtar. Slitgigt er algeng hjá fyrrum afreksíþróttamönnum. Fyrrum handknattleiksmenn eru í aukinni hættu á að þurfa á liðskiptum í hné að halda.
  Gerð var afturskyggn þversniðsrannsókn þar sem tveir spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur.
  Þátttakendur í rannsóknarhópi voru fyrrum handknattleiksmenn á aldrinum 40-79 ára, sem leikið höfðu með íslenska landsliðinu í handknattleik. Samanburðarhópur var skipaður af íslenskum karlmönnum sem ekki höfðu stundað afreksíþróttir.
  Helstu niðurstöður voru að algengi einkenna í hné er hærra, þó ekki marktækt, meðal fyrrum handknattleiksmanna. Meðalalvarleikastig er marktækt hærra meðal fyrrum handknattleiksmanna miðað við samanburðarhóp (P=0,009). Marktækt meiri líkur eru á því að hafa alvarleg einkenni í hné ef einstaklingur iðkaði handknattleik á hæsta getustigi (OR=2,75). Fyrrum handknattleiksmenn verða frekar fyrir meiðslum á hné á sínu æviskeiði en þátttakendur í samanburðarhópi (P=0,002). Auk þess sækja þeir sér marktækt meiri heilbrigðisþjónustu, þ.á.m. aðgerðir og sjúkraþjálfun (P<0,0001;P<0,0001).
  Einkenni í hnjám eru alvarlegri meðal þeirra sem stundað hafa handknattleik á hæsta getustigi, þrátt fyrir að vera ekki algengari. Fyrrum handknattleiksmenn eru í aukinni hættu á að hafa alvarleg einkenni í hné eftir að ferlinum lýkur þar sem hnémeiðsli eru algeng í handknattleik.

Samþykkt: 
 • 10.7.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34290


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JBK_MSc_21mai2019.pdf620.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_undirritud_JBK.pdf303.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF