is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34293

Titill: 
  • Mótvægisaðgerðir og eftirfylgni í umhverfismati á Íslandi: Vankantar og úrbætur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mat á umhverfisáhrifum (MÁU) er kerfisbundið ferli sem metur og upplýsir um líkleg áhrif framkvæmda á umhverfið. Hluti af ferlinu er að skilgreina mótvægisaðgerðir fyrir mögulegum umhverfisröskunum og eftirfylgni á þeim. Markmið þessarar rannsóknar er að koma með tillögur um hvernig megi bæta framsetningu mótvægisaðgerða og auka líkur á að eftirfylgni með þeim sé til staðar. Rýnt var í orðalag, inntak og tímasetningu mótvægisaðgerða í matsskýrslum og áliti Skipulagsstofnunar fyrir 23 framkvæmdir sem fengu framkvæmdarleyfi á árunum 2010-2018. Viðtöl voru tekin við 7 þátttakendur í MÁU til að fá sýn þeirra á núverandi skilvirkni og mögulegar úrbætur.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að um 1/5 af 472 mótvægisaðgerðum uppfylltu ekki skilyrði hugtaksins, heldur voru sett fram t.d. sem almenn skynsemi eða framfylgni laga. Jafnramt var mikið ójafnvægi milli mismunandi skeiða á líftíma framkvæmda. 67% af mótvægisaðgerðum voru skilgreindar á framkvæmdatíma, en einungis 7% og 1% við frágang og að rekstrartíma loknum. Skilgreiningar viðmælenda á mótvægisaðgerðum voru nokkuð misjafnar. Flestir sammæltumst um að mótvægisaðgerðir væru of vítt hugtak og ekki nógu skýrt í lögum, sem leiðir til þess að framsetning verður ómarkviss. Þörf sé á að skilgreina hugtakið frekar til að samræma og bæta framsetningu mótvægisaðgerða.
    Jafnframt töldu viðmælendur að eftirfylgni af hálfu sveitarfélaganna væri ábótavant. Til þess að bæta eftirfylgni, þyrfti að draga mótvægisaðgerðir saman á skýrari hátt í lok matsskýrslna, til að auðvelda þeim sem ábyrgir eru fyrir eftirfylgni. Auk þess þurfa sveitarfélögin að nýta sér oftar ákvæði reglugerðar um framkvæmdarleyfi, sem veitir þeim heimild til að stofna eftirlitsnefnd á kostnað framkvæmdaraðila.

  • Útdráttur er á ensku

    Environmental Impact Assessment (EIA) is a process that evaluates possible environmental impacts from a construction. Part of the process is defining mitigation measures for certain impacts and following up on them. The objective with this research is to propose ways to improve the proposal of mitigation measures and the follow-up. Mitigation measures were analyzed in 23 evaluation reports and the opinion of Skipulagsstofnun for constructions that got construction permits from 2010-2018. Interviews were then conducted with 7 participants of the EIA-process to get their perspective on current status and possible improvements.
    Results show that 1/5 of the 472 mitigations measures did not fulfill the requirement of the concept. Instead they were proposed, for example, as proper work ethics or obeying the law. There was a big difference in what time during the lifespan of a construction, the mitiagation were proposed for. 67% were supposed to serve during construction, while only 7% and 1% during clean-up and end of operation. Interpretation of mitigation measures varied. Most agreed that the definition of mitigation measure was to broad and not defined well enough in legislations. Harmonizing everyone’s ideas of the concept will lead to improvements.
    Interviewees ageed that follow-up was inadequate on behalf of the manucipalities. Mitigation measures need to be clarified in an obvious matter at the end of evaluation reports. That way, it will be easier for those responsible to know what must be inspected. Also, municipalities need to use their right to form a follow-up committee, on the constructers dime.

Styrktaraðili: 
  • VSÓ Ráðgjöf
Samþykkt: 
  • 2.8.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34293


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mótvægisaðgerðir og eftirfylgni í umhverfismati á Íslandi - Vankantar og úrbætur.pdf856,58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf108,99 kBLokaðurYfirlýsingPDF