is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34295

Titill: 
  • Áhrif þreytu á vöðvavirkni hjá karlhlaupurum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Vinsældir þess að stunda hlaup sér til heilsubótar hefur farið vaxandi og er margvíslegur ávinningur af því. Líkamsþjálfun framkallar þreytu sem hefur áhrif á getu vöðva. Þreyta er talin áhættuþáttur fyrir meiðslum. Skipta má þreytu í miðlæga og útlæga þreytu. Markmið rannsóknarinnar var að auka skilning á hvaða breytingar verða á vöðvavirkni við þreytu og hvort breytingin er mismunandi eftir hlaupareynslu. Rannsóknarsniðið er íhlutunarrannsókn þar sem teknar voru tvær mælingalotur á hvern einstakling. Þátttakendur voru 14 karlmenn á aldrinum 20-40 ára, sem stunda hlaup sér til heilsubótar (n=11) eða með afreksmennsku í huga (n=3). Í fyrri mælingalotunni var mjólkursýruþröskuldur mældur. Í seinni mælingalotunni hófust mælingar á áhrifum þreytu á vöðvavirkni. Þátttakendur hlupu eins lengi og þeir treystu sér til á hraða sem var 0,2 m/s yfir þeirra mjólkursýruþröskuldi. Stefnan var að ná að minnsta kosti 19 á Borg áreynslukvarðanum. Vöðvar í vinstri mjöðm og fótlegg voru mældir með vöðvarafriti en það voru mið-þjóvöðvi, hliðlægur víðfaðmavöðvi og miðlægur víðfaðmavöðvi. Niðurstöður sýna marktæk víxlhrif (p<0,0001) á milli þreytu og reynsluflokka á virknina hjá öllum þremur vöðvunum þegar hæll lendir. Í mið-þjóvöðva var marktæk aukning (p<0,0001) á virkni hjá reynsluflokknum „Afreksmennska“ frá ástandinu „Óþreyttur“ í „Þreyttur“. Marktæk minnkun (p<0,0001) var á virkni hjá „Reyndir“ frá „Óþreyttur“ í „Þreyttur“. Í hliðlægum víðfaðmavöðva jókst virkni marktækt (p<0,0001) hjá reynsluflokkunum „Afreksmennska“ frá „Óþreyttur í „Þreyttur“. Marktæk minnkun (p<0,0001) var á virkni hjá reynsluflokknum „Byrjendur“ frá „Óþreyttur“ í „Þreyttur“. Vöðvavirkni í miðlægum víðfaðmavöðva jókst marktækt (p<0,0001) hjá reynsluflokkunum „Afreksmennska“ og „Reyndir“ frá „Óþreyttur“ í „Þreyttur“. Við skoðun á hlaupahringnum sést að tíminn sem það tók að fara einn hlaupahring jókst hjá reynsluflokkunum á milli „Óþreyttur“ og „Þreyttur“. Ályktunin er að þreyta hefur áhrif á vöðvavirkni þeirra vöðva sem skoðaðir voru og að þessi áhrif eru mismunandi eftir reynslustigi hlauparanna. Þessi munur gæti tengst aukinni meiðslaáhættu hjá óvönum hlaupurum.

Samþykkt: 
  • 6.8.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34295


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Orri Gunnarsson_Master Thesis_prentun_loka1.pdf978.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Skemman.pdf222.53 kBLokaðurYfirlýsingPDF