is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/343

Titill: 
 • Hvernig geta fjölmiðlarannsóknir stuðlað að faglegri fréttamiðlun?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að stilla rannsóknum á sviði fjölmiðlunar upp sem áhrifaríkri leið til þess að stuðla að faglegri fréttaumfjöllun á Íslandi og jafnframt benda á hversu lítið hefur farið fyrir slíku starfi hérlendis samanborið við erlend nágrannaríki.
  Gerð er grein fyrir því hvernig hægt er með þessum hætti að rýna í innihald fréttaefnis og leggja mat á það hvort vinnubrögðin uppfylli þau skilyrði sem einkenna þurfa faglega fréttastofu og faglega fréttamennsku.
  Hugtakið fréttamiðlun er skilgreint og farið yfir það umhverfi og vinnureglur sem slík miðlun skal lúta. Hlutverk fréttamiðla sem aðhald stjórnvalda og hliðvarða almennings er rakið og gerð grein fyrir helstu lýðræðislegu skyldum fréttamanna.
  Yfirlit er gefið yfir þær aðferðir sem tíðkast að beita við slíkar rannsóknir. Litið er á rannsóknarhefðir á þessu sviði erlendis og saga fjölmiðlarannsókna á Norðurlöndum rakin. Með norræn yfirlit til hliðsjónar eru íslenskar fjölmiðlarannsóknir teknar til skoðunar og sýnt fram á hversu langt Ísland stendur nágrannaþjóðunum að baki í þessum efnum. Bent er á leiðir sem miðast að því að renna stoðum undir slíkt starf hérlendis ef til þess kæmi að lagður yrði grunnur að faglegum rannsóknum á íslenskum fréttamiðlum.
  Að lokum er sú niðurstaða reifuð að markvissar rannsóknir á fréttamiðlun er ákjósanleg aðferð þess að stuðla að faglegri fréttamennsku á Íslandi.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2006
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/343


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
faglegfrettamidl.pdf279.22 kBTakmarkaðurHvernig geta fjölmiðlarannsóknir stuðlað að faglegri fréttamiðlun? - heildPDF
faglegfrettamidl_e.pdf84.11 kBOpinnHvernig geta fjölmiðlarannsóknir stuðlað að faglegri fréttamiðlun? - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
faglegfrettamidl_h.pdf89.76 kBOpinnHvernig geta fjölmiðlarannsóknir stuðlað að faglegri fréttamiðlun? - heimildaskráPDFSkoða/Opna
faglegfrettamidl_u.pdf49.44 kBOpinnHvernig geta fjölmiðlarannsóknir stuðlað að faglegri fréttamiðlun? - útdrátturPDFSkoða/Opna