is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34302

Titill: 
 • Ferlihjálpartæki barna með hreyfihamlanir: Notkun, ánægja og áhrif
 • Titill er á ensku Mobility devices for children with physical disabilities: Use, satisfaction and effectiveness
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Hjálpartæki bæta færni einstaklinga með fatlanir og draga úr áhrifum hindrana í umhverfi við þátttöku þeirra. Ferlihjálpartæki, t.d. göngugrindur og hjólastólar, eru algeng fyrir börn með hreyfihamlanir. Fáar rannsóknir eru til um notkun og áhrif þeirra á þátttöku og hérlendis hefur ekki verið gerð könnun á ánægju barna með hreyfihamlanir með hjálpartæki og þjónustu tengda þeim.
  Markmið: Að kanna notkun og áhrif ferlihjálpartækja meðal barna með hreyfihamlanir ásamt því að meta ánægju þessara barna og fjölskyldna þeirra með tækin og þjónustu tengda þeim; jafnframt að afla þekkingar sem getur verið leiðbeinandi við val á hjálpartækjum og benda á mögulegar úrbætur á þjónustu.
  Aðferðafræði: Rafræn könnun var send til foreldra barna með hreyfihamlanir. Börnin voru á aldrinum 6-18 ára og notuðust við ferlihjálpartæki. Spurningalisti var þróaður fyrir þessa rannsókn til þess að meta notkun og áhrif ferlihjálpartækja. Ánægja með eiginleika ferlihjálpartækja og þjónustu í tengslum við þau var mæld með Quebec user evaluation of satisfaction with assistive technology (QUEST) 2.0-spurningalistanum.
  Niðurstöður: Svarhlutfall var 61,8% (n=34). Meirihluti barnanna notaði ferlihjálpartæki í aðstæðum í tengslum við skóla og í félagslegum aðstæðum. Ferlihjálpartækin höfðu að mestu leyti jákvæð áhrif á athafnir og þátttöku barnanna, neikvæð áhrif voru minniháttar. Ekki var marktækur munur á ánægju eftir gerð ferlihjálpartækis. Munur á ánægju þátttakenda með eiginleika ferlihjálpartækis annars vegar og þjónustuna hins vegar var ekki marktækur, óháð gerð hjálpartækis. Meirihluti þátttakenda var ánægður með stærð, öryggi og gagnsemi ferlihjálpartækja en flestir voru óánægðir með þyngd og stillingar. Flestir voru ánægðir með þjónustuna, nema eftirfylgni.
  Ályktanir: Þátttakendur notuðu ferlihjálpartæki mikið og höfðu þau jákvæð áhrif á athafnir og þátttöku þeirra. Meirihluti þátttakenda var ánægður með tækin og þjónustu í tengslum við þau en ýmsa þætti mætti bæta. Þörf er á frekari rannsóknum á þessu sviði til að útvegun ferlihjálpartækja fyrir börn með hreyfihamlanir byggi á gagnreyndri nálgun.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Assistive equipment increase function and participation for people with disabilities. Children with physical disabilities commonly use mobility devices, such as walkers and wheelchairs. There is a lack of studies on the use and effectiveness of mobility devices on activities and participation. Satisfaction with mobility devices and service in relation to the devices among children with physical disabilities, has not been studied in Iceland.
  Aim: To examine the use and effectiveness of mobility devices among children with physical disabilities and the satisfaction with their mobility devices and related services. Furthermore, provide knowledge to guide healthcare workers when providing mobility devices and encourage improvements in services if needed.
  Methods: Web-based survey was sent to parents of children with physical disabilities. The children were aged 6-18 years and used mobility devices. The use and effectiveness of mobility devices were measured with a questionnaire designed for this study. The satisfaction was measured with Quebec user evaluation of satisfaction with assistive technology (QUEST) 2.0.
  Results: Response rate was 61,8% (n=34). Most of the children used mobility devices associated with school and social life. Mobility devices had positive effects on activities and participation, negative effects were minor. There was no significant difference in participants’ satisfaction between types of mobility devices. No significant difference was in participants’ satisfaction between properties of the device and the related service. The majority were satisfied with the size, safety and effectiveness of their mobility device but not with the weight and adjustments. Most participants were satisfied with the service, except the follow-up.
  Conclusion: The use of mobility devices among children was frequent, which had positive effects on their activities and participation. Most participants were satisfied with the device and the related service but a few improvements may be warranted. Further research is needed for the use of evidence-based practice when providing mobility devices.

Samþykkt: 
 • 20.8.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34302


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svandís_MS ritgerð_LOKA.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni - Yfirlýsing.pdf243.59 kBLokaðurYfirlýsingPDF