is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41681

Titill: 
  • Framsetning á vörumerkjum í ársskýrslum skráðra félaga á íslenskum hlutabréfamarkaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi leitast við að varpa ljósi á hvernig framsetning á vörumerkjum er í ársskýrslum skráðra félaga á íslenskum hlutabréfamarkaði.
    Til þess var framkvæmd ítarleg greining á ársskýrslum þeirra tuttugu fyrirtækja sem voru á aðallista Nasdaq á Íslandi í lok árs 2021. Við úrvinnslu rannsóknarinnar var ársreikningum fyrirtækjanna skipt í þrjá flokka eftir því hvernig eða hvort þau gerðu grein fyrir virði vörumerkja sinna í ársskýrslum auk þess sem ársskýrslur fyrirtækjanna af heimasíðum þeirra voru greindar eftir því hversu mikil áhersla var lögð á vörumerki. Þrjú fyrirtæki gera sérstaklega grein fyrir virði vörumerkja sinna í ársreikningi, fimm gera grein fyrir virði vörumerkja sinna sem hluta af öðrum óefnislegum eignum og tólf gera ekki sérstaklega grein fyrir virði vörumerkja sinna í ársreikningi en fjórtán fyrirtæki af þeim tuttugu til skoðunar minnast á vörumerki með einum eða öðrum hætti í ársskýrslum þeirra. Niðurstöðurnar leiða því í ljós að meirihluti gerir ekki grein fyrir vörumerki sínu sem eign í ársskýrslum sínum og algengara er hjá fyrirtækjum á íslenskum hlutabréfamarkaði að vörumerki séu gjaldfærð í samræmi við reikningsskilavenju. Vörumerkjavirði er mikilvægt hugtak í markaðsfræði og er virðisaukandi fyrir flest fyrirtæki. Það er mikilvægt að meta verðmæti fyrirtækja meðal annars út frá virði vörumerkja þeirra þar sem það getur verið ein verðmætasta eign fyrirtækja séu þau fagmannlega uppbyggð.
    Höfundar greindu ársskýrslur fyrirtækja á aðallista Nasdaq Ísland sem gaf innsýn í það hvort fyrirtæki gera grein fyrir vörumerkjum sinna. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er: „Hvernig er framsetning á vörumerkjum í ársskýrslum skráðra félaga á íslenskum hlutabréfamarkaði?“ Ein meginniðurstaða rannsóknarinnar er að það verður ekki annað séð en að fyrirtæki sem voru andlag þessarar rannsóknar séu að færa kostnað og virði vörumerkja til samræmis við reikningsskilavenjur og staðla. Í þeim tilfellum sem vörumerki eru sérstaklega tilgreind í efnahagsreikningi hafa fyrirtæki eða vörumerki verið keypt og þar sem ekki er minnst á vörumerki í ársskýrslum má gera ráð fyrir að kostnaður vegna þeirra hafi verið gjaldfærður. Því ætti raunverulegt virði vörumerkja ekki endilega að endurspeglast í ársskýrslum fyrirtækja því að í mörgum tilfellum er fyrirtækjum ekki heimilt að eignfæra vörumerkjaeign sína.

Samþykkt: 
  • 8.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41681


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
vorumerki-i-arsskyrslum.pdf846.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna