is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20721

Titill: 
  • Staðalímyndir kvenstjórnenda : meðvituð og ómeðvituð viðhorf til kvenna á framabraut
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangurinn með þessari rannsókn var að kanna tengls ómeðvitaðra kynjastaðalímynda og árangursríkra stjórnenda. Fyrst var farið yfir fræðilegan bakrunn stjórnenda og lögð mikil áhersla á fordóma í formi staðalímynda sem hamla konum í því að vera taldir árangursríkir stjórnendur. Lögð var fyrir könnun sem náði yfir 64 þátttakendur. Notast var við aðlagað tengslapróf (SM-IAT) til að kanna ómeðvituð viðhorf þátttakenda til árangursríkra stjórnenda og kynjastaðalímynda. Þátttakendur tóku einnig spurningalista sem innihélt fullyrðinar, sem þátttakendur áttu að svara á sjö punkta Likert kvarða, til að kanna meðvitað viðhorf þeirra til jákvæðs kynjamisréttis og neikvæðs kynjamisréttis. Í bland við þann spurningalista voru fullyrðingar sem könnuðu meðvitað viðhorf til innri hvatningar til að svara án kynjamisréttis og ytri hvatningar til að svara án kynjamisréttis. Niðurstöðurnar úr rannsókninni höfðu ekki marktæka stuðla. Má rekja það til ýmissa vankanta á rannsókninni en helst ber að nefna of lítið úrtak og of einsleitur hópur. Niðurstöðurnar gáfu þó til kynna á að ekki væri tenging milli þess að þátttakendur teldu að staðalímyndir árangursríks stjórnenda tengdust frekar körlum en konum. Einnig gáfu niðurstöðurnar til kynna að ekki þarf að vera tenging milli neikvæðs- og jákvæðs kynjamisréttist og ómeðvitaðra kynjastaðalímynda stjórnenda. Ekkert benti til þess að munur væri á viðhorf um háskólanemenda og fólks á almennum vinnumarkaði til jákvæðs- og neikvæðs kynjamisréttis og ómeðvitaðra kynjastaðalímynda. Ekkert gaf til kynna að tenging hjá körlum né konum væru mismunandi á hvatningu til að svara án kynjamisréttis og ómeðvitaðra staðalímynda. Auk þess var ekki tenging hjá háskólanemendum og fólki af almennum vinnumarkaði á mismunandi hvatningu til að svara án kynjamisréttis og ómeðvitaðra staðalímynda.

Samþykkt: 
  • 26.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20721


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc. FInal final 17. des.pdf863.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna