is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30825

Titill: 
  • Hvað einkennir virka starfsmenn og hverjir eru mikilvægustu þættirnir til að ýta undir virka þátttöku starfsmanna? Innsýn frá nokkrum íslenskum stjórnendum.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast eftir dýpri skilningi á hugtakinu virk þátttaka starfsmanna (e. employee engagement). Hvað einkennir virka starfsmenn? Hverjir eru mikilvægustu þættirnir til að ýta undir virka þátttöku starfsmanna? Innsýn er fengin frá átta íslenskum stjórnendum til að svara þessum spurningum. Notast er við eigindlega nálgun þar sem tekið er djúpt viðtal við hvern og einn stjórnanda. Hentugleikaúrtaks aðferð er notuð til að ná til stjórnendanna. Niðurstöður rannsóknarinnar eru margþættar. Samkvæmt stjórnendum er starfsmaður virkur þátttakandi í starfi sínu ef hann fylgir stefnu fyrirtækisins, sýnir frumkvæði og leggur til í þróun og endurbætur. Hann hefur mikinn áhuga á starfinu, er jákvæður, duglegur og gerir alltaf sitt besta. Starfsmaðurinn býr yfir mikilli þekkingu á sínu starfssviði, hefur mikla ábyrgðartilfinningu og er ávallt samviskusamur. Til þess að vekja enn meiri umræðu var tekið fram nýlegt líkan, fimm þátta líkan Bersin og voru stjórnendur spurðir hvaða þættir þeim þóttu mikilvægastir. Í stuttu máli voru þeir þættir: Jákvætt vinnuumhverfi, traust til leiðtoga, tækifæri til vaxtar, þýðingarmikil vinna, menning virðingar og viðurkenningar, fyrirtækjamenning sem stuðlar að lærdómi, velja rétta fólkið í starfið, skýr og gagnsæ markmið, hlutverk, markmið og gildi fyrirtækisins séu skýr, gagnsæi og heiðarleiki, lítil teymi sem treyst er fyrir ákvarðanatöku, með áherslu á að treysta fyrir ákvörðunartöku og að lokum innblástur og hvatning. Ennfremur þótti stjórnendum starfsánægja mjög mikilvæg en hún er ekki í líkaninu. Einnig kom fram tillaga um að bæta við virku félagslífi en það er eitthvað sem má rannsaka betur.

Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30825


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
rebekkayrr_BSc_vor2018.pdf737.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna