is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > MPH Kennslufræði og lýðheilsudeild (-2013) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9880

Titill: 
  • Líknarmeðferð á Íslandi í alþjóðlegu ljósi, grasrótin var upphafið- næsta skref er stefnumótun.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Langvinn og lífshættuleg veikindi er lýðheilsuvandamál sem tengist þjáningu, virðingu, umönnunarþörf og lífsgæðum fólks. Þessi hratt vaxandi faraldur er talinn vanmetinn þrátt fyrir umfangið. Rannsóknaniðurstöður benda til að líknarmeðferð sé viðeigandi meðferðarúrræði fyrir langvinna, ólæknandi og lífshættulega sjúkdóma. Þrátt fyrir það njóta aðallega krabbameinsveikir líknarmeðferðar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lagt áherslu á að þjóðir heims setji sér það lýðheilsumarkmið að allir langveikir einstaklingar sem þarfnast líknarmeðferðar hafi aðgang að sérhæfðri og heildrænni þjónustu.
    Rannsóknin var gerð með það að leiðarljósi að skýr framtíðarsýn ásamt stefnumótun auki möguleika á framþróun og efli almennan skilning á hvað felist í líknarþjónustu, hverjir eigi að fá líknarþjónustu og hvenær eigi að hefja slíka meðferð. Til að ná markmiði rannsóknarinnar var í fyrsta lagi skoðuð staða þekkingar í heiminum ásamt því að kanna almennan skilning á líknarþjónustu. Í öðru lagi var tekið saman yfirlit yfir líknarþjónustu á Íslandi. Í þriðja lagi var skoðað hvernig önnur Evrópulönd hafa sett fram stefnumótun á sviði líknarþjónustu og hvað væri hægt að yfirfæra á íslenskan raunveruleika. Í fjórða og síðasta lagi var fengin innsýn í reynsluheim fagfólks með þverfaglega reynslu af umönnun langveikra einstaklinga. Var það gert til að afla hugmynda varðandi framtíðarstefnumótun en skoðanir og reynsla þeirra sem starfa daglega við líknarmeðferð var talin mikilvægt framlag. Rannsóknaraðferðin var eigindleg og voru þátttakendur alls ellefu. Tekin voru sex hálf opin einstaklingsviðtöl og myndaður einn fimm manna rýnihópur sérfræðinga á sviði líknarmeðferðar. Fræðslumyndin „Líf og líkn“ var jafnframt greind og samþætt viðtölum en í myndinni eru tekin viðtöl við fjölmarga sérhæfða fagaðila á sviði líknarmeðferðar á Íslandi.
    Niðurstöður leiddu í ljós að líknarmeðferð er þverfagleg, sérhæfð meðferð með skýra hugmyndafræði. Líknarþjónusta á Íslandi er bæði fjölbreytt og frambærileg en er aðallega í boði fyrir krabbameinssjúklinga. Grasrótin var upphafið og stuðningur félagasamtaka hefur verið ómetanlegur í þróun starfseminnar. Skilningur ráðamanna er til staðar en stefnumótun vantar. Niðurstöður sýndu jafnframt að fagfólk telur mikilvægt að líknarmeðferð verði í boði fyrir alla langveika og ólæknandi einstaklinga.
    Lykilorð: Heildræn umönnun, fjölskyldan, langvinn veikindi, líknarmeðferð, líknarþjónusta, lýðheilsa, stefnumótun, umönnun, umönnunaraðilar, þverfagleg nálgun.

  • Útdráttur er á ensku

    Long term and terminal illness is a public health issue that is closely related to suffering, dignity, care needs and quality of life of people who are near their death. This progressive epidemic is by large neglected topic in spite of the extensiveness. Research evidence indicates that palliative care is a suitable resource for most long-term and incurable illnesses. Still today it is mostly cancer patients who receive it. WHO has emphasised that all nations’ healthcare plans aim to have a public health goal that people who are in need of palliative care will be able to receive such specialised and holistic care.
    The study was done based on the vision that clear and concise policy will facilitate favourable development and general understanding of palliative care, define who should receive such care and when to start treatment. To accomplice the aim of the study, firstly the literature was studied, the global knowledge and common understanding about palliative care. Secondly, information concerning palliative care in Iceland was gathered and analized. Thirdly, the policies for palliative care in other European countries were investigated and studied what could be of direct use to Icelandic reality. Fourthly, the cumulative experience of multidisciplinary healthcare professionals with experience of taking care of people with long term illness was obtained. This was done to generate basis for future policy making through opinion and experience from those who do the daily work as it was seen as an important contribution. A qualitative research method was used and participants were altogether eleven. Six personal half structured interviews were taken and one focus group was formed with five specialized healthcare professionals. The documental film “Líf og líkn” was analyzed but in the film specialists in palliative care are interviewed about their understanding of palliative care. The film interviews were integrated with the personal ones.
    The results indicate that palliative care is multidisciplinary, specialised treatment with clear ideology. Palliative care in Iceland is both variable and valid but mostly only available for cancer patients. The grass root at the beginning with support from humanitarian organizations has been priceless looking at the history of development. The political understanding is real but policy is lacking. The result also indicates that professionals think it is important that palliative care will be available for all people with incurable and long term illness.
    Keywords: Caregivers, family, holistic approach, hospice, long term illness, multi-professional approach, palliative care, policy making, strategy.

Samþykkt: 
  • 29.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9880


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni_Ásdís Þórbjarnardóttir.pdf5.63 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna