is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tölvunarfræðideild / Department of Computer Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32318

Titill: 
  • Söfnun á endurgjöf frá notendum : rannsókn byggð á viðtölum, notendaprófunum og könnun við fyrirtæki og notendur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þó svo að vefsíða sé farin í loftið og ýmsar notendaprófanir hafa verið framkvæmdar á henni getur vefsíðan verið langt frá því að vera fullkomin. Því er aðkoma notenda á áframhaldandi þróun vefsíðu eftir að hún fer í loftið og endurgjöf þeirra á vefsíðum mjög dýrmæt bæði fyrir fyrirtæki og notendur.
    Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar er annars vegar að kanna hvort og þá hvernig starfsfólk fyrirtækja safnar endurgjöf frá notendum og hvernig það eykur notendaupplifun á vefsíðum sínum sem þegar hafa verið teknar í notkun og hins vegar hvort og þá hvernig notendur vilja koma ábendingum varðandi vefsíður á framfæri.
    Framkvæmd: Þessi rannsókn er byggð á viðtölum, notendaprófunum og könnun. Tekin voru viðtöl við tíu aðila sem hafa umsjón með vefsíðum hjá sjö mismunandi fyrirtækjum. Viðtölin voru öll hálf-opin (e. semi-structured) og gögnin greind með þemagreiningu.
    Gerðar voru tuttugu notendaprófanir sem innihéldu nokkrar spurningar og einfalda frumgerð af ferli þar sem notandinn átti að koma á framfæri endurgjöf á vefsíðu. Send var út könnun til að greina áhuga fólks á að senda inn ábendingar er varðar vefsíður sem þeir eru notendur að.
    Niðurstöður: Rannsóknin sýndi að flestir viðmælendur fyrirtækjanna hafa notast við ýmis greiningartól til þess að auka notendaupplifun en fá þeirra hafa eitthvað sérstakt form á vefsíðu sinni sem óskar eftir endurgjöf frá notendum. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að notendur hafa áhuga á að skila inn endurgjöf á vefsíðum, en það virðist vanta eitthvað heildstætt form til þess. Ef einfalt endurgjafarform væri til staðar á vefsíðum myndu mun fleiri notendur nýta sér það.

Samþykkt: 
  • 31.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32318


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rannsóknarskýrsla.pdf894.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Verkefnaskýrsla.pdf384.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna