is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc í kennslufræði- og lýðheilsudeild (-2013) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6986

Titill: 
  • Samanburður á líkamsástandi kvennaliða í knattspyrnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Engin rannsókn svo vitað sé hefur verið gerð til að bera saman líkamsástand leikmanna í efstu deild kvenna í Svíþjóð og efstu deildar kvenna á Íslandi. Almennt er talið að leikmenn í sænsku deildinni séu betri og í betra formi. Þær spila flestar sem atvinnumenn að einhverju leiti og hafa því væntanlega meiri tíma til æfingar en íslenskar kynssystur þeirra. Leikmenn í sænsku deildinni ættu því að hafa meiri tíma til æfinga en þær sem spila á Íslandi og því eðlilegt að halda því fram að þær séu í betra líkamsástandi en þessar sem spila á Íslandi.
    Þátttakendur voru 28 knattspyrnukonur. Fjórtán leikmenn úr Kristianstad sem spilar í efstu deild í Svíþjóð og fjórtán leikmenn Stjörnunnar sem spilar í efstu deild á Íslandi.
    Líkamsástandspróf voru lögð fyrir þessa leikmenn og eiga þess próf að öllu jöfnu að gefa góða lýsingu á því formi sem þær eru í. Stúlkurnar sem spila í Svíþjóð stóðu framar stallsystrum sínum á Íslandi þegar kom að líkamlegu ástandi þó ekki hafi borið mikið á milli. Ekki var þó marktækur munur nema að litlu leiti en í mörgum tilvikum kom hins vegar markverður munur í ljós.

Samþykkt: 
  • 2.12.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6986


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kjartan-Orri-Sigurdsson_BSc-2010.pdf377.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna