is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34331

Titill: 
 • Tengsl öndunarhreyfinga og áreynsluþvagleka. Forrannsókn
 • Titill er á ensku The relationship between respiratory movements and stress urinary incontinence. A pilot study
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Öndunarmynstur einstaklinga ákvarðast m.a. af ferli, tíðni, samhverfu, takti og tegund öndunarhreyfinga. Við eðlilegar öndunarhreyfingar verður samstillt hreyfing á brjóstkassa og kvið. Óstarfræn öndun verður þegar æskilegar öndunarhreyfingar raskast. Samband er á milli virkni kviðvöðva og grindarbotnsvöðva en samstilltur samdráttur (e. co-contraction) þeirra er eðlilegt ferli. Þetta jafnvægi á samdrætti gæti verið truflað hjá konum með vanstarfsemi í grindarbotnsvöðvum. Áreynsluþvagleki er algengasta form þvagleka en u.þ.b. 50% kvenna greindar með þvagleka hafa hann. Áreynsluþvagleki verður einkum vegna vanstarfsemi í grindarbotnsvöðvum og kemur fram við líkamlegt álag. Þetta veldur mörgum konum vandkvæðum.
  Markmið: Að bera saman öndunarhreyfingar hjá konum sem greinst hafa með áreynsluþvagleka og tiltæk viðmiðunargildi hjá 50 íslenskum konum á aldrinum 20–69 ára.
  Aðferðir: Rannsóknin er megindleg þversniðsrannsókn. Þátttakendur voru þægindaúrtak 20 kvenna á aldrinum 37–60 ára og greindar með áreynsluþvagleka á þvagfærarannsóknardeild 11A á Landspítala við Hringbraut. Öndunarhreyfingar voru mældar með öndunarhreyfingamælinum Andra ásamt því sem þátttakendur svöruðu spurningalista til þess að meta helstu bakgrunnsbreytur.
  Niðurstöður: Marktækur munur var á öndunarhreyfingum milli rannsóknarhóps og viðmiðunargilda í neðri hluta brjóstkassa, bæði við hvíldaröndun og djúpa viljastýrða öndun. Þátttakendur í rannsóknarhóp hafa auknar öndunarhreyfingar í neðri hluta brjóstkassa samanborið við viðmiðunargildi. 11 af 20 konum í rannsóknarhópi höfðu meiri öndunarhreyfingar (í mm) í brjóstkassa en töluvert minni í kvið við djúpa viljastýrða öndun.
  Ályktun: Vísbendingar eru um að tengsl séu á milli áreynsluþvagleka og öndunarhreyfinga sem í sumum tilfellum geti leitt til óstarfræns öndunarmynsturs. Nauðsynlegt er að sjúkraþjálfarar taki tillit til þessara þátta í meðferð við grindarbotnsvandamálum. Að sama skapi er æskilegt að skoða starfsemi grindarbotnsvöðva sem og aðliggjandi vöðva þegar óútskýrð öndunarvandamál eru til staðar. Þessar vísbendingar kalla á frekari rannsóknir á efninu.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Respiratory movement pattern is determined by range, type, symmetry, rhythm and frequency of breathing movements. Normal breathing movement is a coordinated movement of the chest and abdomen. Dysfunctional breathing occurs when this coordinated movement is disturbed. There is a relationship between the abdominal muscles and pelvic floor muscles and their co-contraction is a normal process. This function can be interrupted in women that have pelvic floor dysfunction. Stress urinary incontinence is the most common form and approximately 50% of women diagnosed with incontinence have it. Stress urinary incontinence occurs particularly when there is a dysfunction in the pelvic floor muscles and brought on by physical activity. This causes many women difficulty.
  Aim: To make comparison between breathing movements of women that have been diagnosed with stress urinary incontinence and available standard value of 50 Icelandic women 20-69 years of age.
  Methods: The research is a quantitative cross-sectional study. The participants were a convenience sample of 20 women, 37-60 years of age, diagnosed at Landspitali University Hospital. Breathing movements were assessed using a respiratory movement measuring instrument called Andri. The participants also filled in a questionnaire to assess their background information.
  Results: Significant difference in breathing pattern was found between the research group and the available standard value in the lower thorax, both in the quiet breathing and deep voluntary breathing. The participants in the research group therefore have increased breathing movements in in the lower thorax compared to the available standard value. 11 of the 20 women had increased breathing movements (in mm) in the thorax but significantly less in the abdomen during deep voluntary breathing.
  Conclusion: There are indications that there is a relationship between stress urinary incontinence and breathing movements, which in some cases can lead to dysfunctional breathing pattern. It is important that physiotherapists address these issues in connection to treatment of pelvic floor dysfunction. It is also important to examine the pelvic floor function and adjacent muscles if unexplained breathing problems are present. This indicates that a further research on this subject is necessary.

Samþykkt: 
 • 2.9.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34331


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjóla Björg_MS ritgerð.pdf893.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf222.8 kBLokaðurYfirlýsingPDF