is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34335

Titill: 
 • Þekking sjúklinga með gáttatif á sjúkdómi sínum: Þversniðskönnun
 • Titill er á ensku Patients' knowledge of atrial fibrillation: A cross-sectional survey study
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Algengi gáttatifs fer vaxandi á Íslandi líkt og erlendis. Meðferð þess felst í að leiðrétta orsakir, stilla hjartslátt og fyrirbyggja blóðsegamyndun. Sjúklingar þurfa margvíslega þekkingu til þess að geta verið virkir þátttakendur í meðferð sinni og sjálfsumönnun, og þannig draga úr áhrifum sjúkdómsins.
  Markmið þessarar rannsóknar var að meta þekkingu sjúklinga með gáttatif á sjúkdómi sínum og tengsl þekkingar við bakgrunnsþætti.
  Aðferðin var lýsandi þversniðskönnun sem gerð var á Landspítala haustið 2018. Spurningalisti var sendur til allra einstaklinga sem voru á biðlista eftir rafvendingu eða brennslu á lungnabláæðum vegna gáttatifs. Þekking þeirra var mæld með Spurningalista um þekkingu á gáttatifi (e. The Atrial Fibrillation Knowledge Scale) sem samanstendur af ellefu spurningum er skiptast í: Almennar spurningar um gáttatif (3 atriði), hvernig hægt sé að bera kennsl á einkenni gáttatifs (3 atriði) og meðferð við gáttatifi (5 atriði). Hver spurning hefur þrjá valmöguleika þar sem aðeins einn þeirra er réttur. Tíu spurningar eru notaðar í heildarskor og möguleg skor því 0–10. Gögnin voru greind með lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði.
  Þátttakendur voru 184 (72% svarhlutfall). Karlar voru 77% og meðalaldur þátttakenda 63,1 ár (sf. 10,1). Meirihluti þátttakenda hafði farið í rafvendingu (75%) og voru flestir á NOAC-blóðþynningarlyfjum (76%). Meðalskor þekkingar var 6,5 (sf. 1,9). Mest var þekkingin á tilgangi blóðþynningar (96% svöruðu rétt), minnst á viðbrögðum við gáttatifi (17%) og 27% vissu ekki hvað einkenndi þeirra gáttatif. Jákvæð tengsl voru á milli þekkingar og menntunar (p<0,001) og neikvæð tengsl milli þekkingar og aldurs (p<0,001). Aðhvarfsgreining sýndi að aldur, menntun og einkenni gáttatifs skýrðu 19,7% af breytileika í þekkingu.
  Af rannsóknarniðurstöðum má draga þá ályktun að þekking sjúklinga á gáttatifi sé ekki nægileg. Bæta þarf úr fræðslu til hópsins, sérstaklega um viðbrögð við einkennum og styðja þannig við sjálfsumönnun sjúklinga. Hjúkrunarfræðingar eru í lykilaðstöðu til að efla þekkingu sjúklinga með þróun sjúklingafræðslu.

  Lykilorð: Gáttatif, þekking, sjálfsumönnun, hjúkrun, sjúklingafræðsla, hjartasjúklingar

 • Útdráttur er á ensku

  As worldwide, the prevalence of atrial fibrillation (AF) in Iceland is increasing. Treatment includes correction of underlying causes, prevention of embolism, rhythm and rate control. To minimize the consequences of their disease, patients need diverse knowledge for active involvement in their treatment and self-care.
  The aim of this study was to evaluate patients´ knowledge of AF, and to test relationships with background variables.
  The study was a quantitative cross-sectional study performed at The National University Hospital of Iceland in the autumn of 2018. Patients waiting for electrical cardioversion or catheter ablation were mailed a questionnaire. Their understanding of AF was evaluated by the Icelandic version of The Atrial Fibrillation Knowledge Scale, consisting of eleven questions divided into three categories: AF in general (3 questions), AF symptom detection (3 questions) and AF treatment (5 questions). Each question has three options, of which only one is correct. Ten questions are used to calculate the total score, which can range from 0 to 10. Descriptive and inferential statistics were used for analysis of the data.
  Participants numbered 184 (response rate of 72%). Of these, 77% were males, and mean age was 63.1 (SD 10.1). A majority had undergone electrical cardioversion (75%) and 76% were prescribed NOAC. The mean score on The Atrial Fibrillation Knowledge Scale was 6.5 (SD 1.9) with the best knowledge pertaining to oral anticougalation therapy (96%), the least knowledge regarding responses to AF (17%) and 25% did not recognize their AF pattern. Understanding of AF and educational level was positively correlated, (p<0.001), while understanding of AF and age were negatively correlated (p<0.001). Regression analyses showed that age, education and symptoms of AF explained 19,7% of the variance in knowledge.
  The results imply that patients’ knowledge of their AF is inadequate. Improvement in patient education is needed regarding responding to symptoms and supporting self-care. Nurses play a key role in enhancing patient knowledge through development of patient education.
  Keywords: Atrial fibrillation, patient knowledge, self-care, nursing, patient education

Styrktaraðili: 
 • Rannsóknin hlaut styrk frá Rannsóknar- og vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og úr B-hluta Vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Samþykkt: 
 • 3.9.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34335


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing-signed.pdf97.84 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Þekking sjúklinga með gáttatif á sjúkdómi sínum 151019. Helga Ýr Erlingsdóttir.pdf827.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna