is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34336

Titill: 
  • Sköpun til framtíðar: sköpun sköpunarvers
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta fjallar um niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal stjórnenda, kennara og bókasafns- og upplýsingafræðinga sem starfa í sköpunarverum í grunnskólum.
    Markmið rannsóknarverkefnisins er að kynnast því hver eru viðhorf, þekking og reynsla þeirra af starfsemi sköpunarvera og hvernig þau styðja við nám og skólastarf með áherslu á starf skólasafna. Hvaða hindranir hafa verið í vegi fyrir sköpunarverum og hvað styður við þau? Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt, tekin voru átta opin viðtöl og þau greind með aðferðum grundaðrar kenningar.
    Niðurstöðurnar voru flokkaðar í ytri aðstæður, innleiðingu og starfið. Niðurstöðurnar sýna að starfsemi sköpunarvera og skólasafna fer vel saman og æskilegt er að innleiða starfsemi sköpunarvera inn á öll skólasöfn. Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um að skólasöfn standa höllum fæti þegar að úthlutun fjármagns kemur þar sem regluverk í kringum þau taka ekki á úthlutununum. Skilningur umsjónarmanna í sköpunarverunum var sambærilegur milli skóla en útfærslur þeirra ólíkar. Útfærslurnar ráðast af aðstöðu, stjórnendum og umsjónarmönnum sköpunarvers á hverjum stað. Ákveðin ágreiningur kom upp um hvort að sköpunarver eigi að hafa tíma í stundatöflu eða eigi að vera opið með frjálsu flæði. Í starfi sköpunarveranna er lögð áhersla á vinnuferli skapandi hugsunar þar sem nemendur fá tækifæri til að breyta hugmyndum í raunveruleika. Styðja verður við það með fjölbreyttum verkefnum og kennsluaðferðum sem höfða til innri áhugahvata þeirra. Umsjónarmenn sköpunarvera þurfa meðvitað að vekja áhuga nemenda á sköpunarverunum og fá þá til að koma á eigin forsendum. Til þess þurfa þeir að höfða til áhugahvatar þeirra og geta þeir nýtt sér ýmsar aðferðir markaðsfræði.

Samþykkt: 
  • 3.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34336


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einar_Eysteinsson_MIS_skopunarver.pdf626.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan_einare_201909020521_001.pdf57.43 kBLokaðurYfirlýsingPDF