Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34342
Áfallastreituröskun (e. posttraumatic stress disorder) er alvarleg geðröskun sem getur gert vart við sig í kjölfar áfalla sem einstaklingar verða fyrir, þar sem lífi eða velferð þess, eða einhvers annars er ógnað. Nýverið hafa rannsóknir bent til þess að áfallastreituröskun hafi áhrif á hugræna færni og sé áhættuþáttur fyrir heilabilun. Ástæður þessara tengsla eru hins vegar óljós. Markmið þessa kerfisbundna yfirlits var að varpa ljósi á tengsl milli áfallastreituröskunar og þróun hugrænnar röskunar og vitrænnar skerðingar síðar á lífsleiðinni. Aðferðafræðin fólst í því að bera saman rannsóknir á tæplega 20 ára tímabili, til að greina breytingar á stöðu þekkingar og skoða sameiginlega þætti úr niðurstöðum rannsókna. Leitað var í tveimur viðurkenndum gagnagrunnum, PubMed og PsychInfo, og notast var við fyrirfram ákveðin leitarorð og inntöku- og útilokunarskilyrði.
Samantekt á þessum 32 rannsóknum sem uppfylltu inntökuskilyrði sýndi fram á það að áfallastreituröskun tengist þróun heilabilunar síðar á lífsleiðinni. Niðurstöður sýndu einnig að einstaklingar með áfallastreituröskun höfðu verri athyglisfærni (e. complex attention), samanborið við einstaklinga án áfallastreituröskunar. Slík skert athyglisfærni felur meðal annars í sér erfiðleika við einbeitingu til lengri tíma og seinkun á vinnsluhraða upplýsinga. Þær breytingar sem verða á hugrænni færni í kjölfar áfallastreituröskunar gætu verið viðvörunarmerki um þróun heilabilunar. Niðurstöður samantektarinnar sýndu að einstaklingar með áfallastreituröskun og þunglyndi voru sérstaklega í áhættu fyrir röskun í hugrænni færni (e. neurocognitive disorders). Flestar rannsóknir bentu til þess að bæði karlar og konur með áfallastreituröskun væru í aukinni áhættu að fá heilabilun síðar á lífsleiðinni. Niðurstöður sýndu einnig að einstaklingar með áfallastreituröskun væru líklegri til að vera með einkenni heilabilunar fyrr en einstaklingar án áfallastreituröskunar, þ.e. yngri þegar einkenni heilabilunar komu fram. Hins vegar gátu þessar rannsóknir ekki skorið úr um a) hvort að hugrænar breytingar sem tengjast áfallastreituröskun séu fyrstu merki um heilabilun, b) hvort áfallastreituröskun sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir heilabilun, c) eða hvort það megi skýra sambandið á forsendum þess að áfallastreituröskun og heilabilun deila áhættuþáttum á borð við þunglyndi og að vera afleiðing heilaáverka.
Helstu niðurstöður bentu til þess að áfallastreituröskun tengist vitrænni hrörnun og heilabilun. Framtíðarrannsóknir þurfa að rannsaka hvort að meðferð við áfallastreituröskun hafi jákvæð áhrif á hugræna færni og hugsanlega dragi úr líkum á þróun heilabilunar síðar á lífsleiðinni.
Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset of individuals exposed to traumatic events where the individual’s life or well-being or someone else’s is threatened. Research illustrating an association between PTSD and decline in cognitive function and the development of a neurocognitive disorder (formerly referred to as dementia) in later life is accumulating. However, the reasons for these associations remain unclear. The aim of this systematic review was to shed light on the association between PTSD and the development of neurocognitive disorders and cognitive decline in later life. Toward this end, peer-reviewed studies from the past 20-year period on this topic were extracted from two standard computerized databases, PubMed and PsychInfo, using predetermined keywords and inclusion and exclusion criteria.
In total, 32 articles met our specified methodological criteria. The collective findings from these studies provided evidence that PTSD is associated with cognitive decline and neurocognitive disorders later in life. Individuals with PTSD had worse complex attention later in life compared with individuals without PTSD. These changes in cognitive function among individuals with PTSD could be an early indicator of dementia later in life. Furthermore, individuals with co-occurring PTSD and depression were at particular risk for neurocognitive disorders. Most studies suggested that both men and women with PTSD were at increased risk of developing dementia in later life. The results also showed that individuals with PTSD were younger when symptoms of neurocognitive disorders occurred compared to those that did not meet diagnostic criteria for PTSD. However, the identified studies were unable to disentangle whether a) the cognitive changes among those with PTSD are early signs of neurocognitive disorder, b) PTSD is an independent risk factor for neurocognitive disorders, or c) whether the association between PTSD and neurocognitive disorders, are due to shared risk factors such as depression and traumatic brain injury.
Taken together, individuals with co-occurring PTSD and depression are at particular risk for neurocognitive disorders and the neurocognitive disorder may appear at an earlier age among men and women with PTSD than those without the disorder. Future studies are needed to examine whether treating PTSD has a positive effect on cognitive function and possibly delay the development of neurocognitive disorders later in life.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hjördís Lilja Lorange.pdf | 975.13 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 415.23 kB | Lokaður | Yfirlýsing |