is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34345

Titill: 
  • Er hægt að kenna heilbrigða hugsun? Hagnýting sálfræði og heimspeki í þágu andlegrar velferðar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er samband sálfræði og heimspeki skoðað út frá því hvernig hægt sé að nýta aðferðir og kenningar í þessum fögum til að efla andlega heilsu. Færð eru rök fyrir því að sporna megi gegn þunglyndi, kvíða og sjálfsmyndarvanda ungs fólks með því að auka áherslu á kennslu heilbrigðrar hugsunar. Lykilatriði í því ferli er að endurvekja hugmyndina um heimspeki sem lífsmáta sem aðferð til að kenna ungu fólki, og öllum öðrum sem leggja stund á heimspeki, að hugsa skynsamlega og á heilbrigðan hátt. Í ritgerðinni er unnið með skilgreiningu á heilbrigðri hugsun sem hugsun er stuðlar að vellíðan og þroska fremur en vanlíðan. Varpað er ljósi á hvernig heimspekin er í dag notuð til þess að efla andlega heilsu – en hún gerir það vandlega falin undir formerkjum sálfræðinnar.
    Í fyrsta hluta ritgerðarinnar er fjallað um rannsóknir og kenningar á sviði tilvistarsálfræði sem sprettur upp úr heimspekilegum jarðvegi tilvistarspekinnar. Í umfjölluninni er öðru fremur stuðst við rit sálfræðingsins Irvins Yalom, Existential Psychotherapy. Þar leggur hann drög að því hvernig sálfræðingar geta nýtt sér aðferðir, kenningar og rannsóknir á sviði tilvistarsálfræði og tilvistarspeki til að aðstoða sjúklinga sína að öðlast þroska með því að takast á við erfiðleika. Í öðrum hluta ritgerðarinnar er jákvæð sálfræði skoðuð og hvernig hún hefur þróast á undanförnum árum með því að sameinast tilvistarsálfræði í tilraun til þess að mynda sálfræðilega heildrænni mynd af manneskjunni og tilvist hennar í heiminum. Í þriðja hluta ritgerðarinnar er hugmyndafræðilegur grunnur hugrænnar atferlismeðferðar skoðaður – en hugræn atferlismeðferð er orðin ein algengasta sálfræðimeðferð gagnvart þunglyndi og kvíða. Í fjórða hluta ritgerðarinnar er fjallað um hvernig hægt sé að nýta heimspekilegar aðferðir og upplýsingar í heimi kennslufræðinnar.

  • Útdráttur er á ensku

    The thesis examines the relationship between psychology and philosophy and the possibility of utilizing methods and theories in these subjects to improve mental health. An argument is put forth that the depression, anxiety and identity crisis young people suffer from can be reduced by putting more emphasis on teaching healthy cognitive techniques. An important aspect of that process is to revive the idea of philosophy as a way of life as a method for teaching young people, and everyone else who studies philosophy, to think rationally and salutarily. In the thesis salutary thinking is defined as thought that promotes well-being and growth rather than discomfort. Light is shed on the fact that philosophical techniques are frequently used to enhance mental health – but they are utilized and defined as psychological methods.
    The first part of the essay explores the field of existential psychotherapy and its philosophical foundation, existentialism. In this discussion the book Existential Psychotherapy by Irvin Yalom is of particular interest. In the book he writes extensively on how psychologists can use methods, theories and research in the field of existential psychotherapy and existentialism to assist their patients achieving growth through coping with difficulties. The second part of the essay explores the field of positive psychology and its development in recent years towards incorporating existential psychotherapy in an attempt to create a more holistic view of the human being and its existence in the world. The third part of the essay examines the ideological foundations of cognitive behavior therapy – which has now become one of the most commonly used psychotherapies to treat depression and anxiety. The fourth part of the essay examines how it is possible to utilize philosophical methods and techniques in the world of education.

Samþykkt: 
  • 4.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34345


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Johann_Valur_Klausen_Meistararitgerð.pdf677.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf232.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF