is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34346

Titill: 
 • Teymisvinna, forysta og breytingar - Samstarf stjórnenda íslenskra framhaldsskóla
 • Titill er á ensku Teamwork, leadership and changes - Collaboration between administrators in Icelandic upper secondary schools
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Teymi eru góð til að fást við flókin verkefni sem margir koma að og eru þau almennt litin jákvæðum augum í stjórnunarfræðum. Til þess að teymi séu skilvirk þarf að veita teymum forystu. Teymi, forysta og teymisforysta eru allt atriði sem krefjast þekkingar og hæfni hjá öllum er taka þátt en sérstaklega hjá þeim sem veita forystu. Þetta skiptir meira máli nú en áður á tímum hraðrar þróunar og krefjandi breytinga. Stjórnendur íslenskra framhaldsskóla standa frammi fyrir því að þurfa að takast á við krefjandi verkefni svo sem nýja tækni, breytta kennsluhætti og aukinn fjölbreytileika.
  Framkvæmd var rannsókn þar sem skoðuð var verkaskipting stjórnenda í framhaldsskólum og teymisvinna þeirra. Rannsóknin leiddi í ljós að teymisvinna er nokkuð algeng við lausn verkefna. Fram kemur einnig að stjórnendur hafa mikinn áhuga á velferð og sjónarmiðum samstarfsfólks og það skipti þá meira máli að skólastarf sé heildrænt heldur en að ná mælanlegum markmiðum. Viðhorf þeirra til breytinga í framhaldsskólum síðustu ára skiptast í tvö horn en starfsheiti og stærð skóla skýra að nokkru þann mun. Það er hins vegar ljóst að eining ríkir um að margar áskoranir séu framundan í starfi íslenskra framhaldsskóla.

 • Útdráttur er á ensku

  Teams are efficient when dealing with complex tasks and generally viewed positively in most management theories. For teams to be effective they need leadership. Teamwork, leadership and team leadership needs knowledge and competence, especially by those who provide the leadership. Administrators of the Icelandic upper secondary school systems face demanding visions of the future and ever changing expectations and projects such as new technology, different teaching methods and increased diversity.
  This study reveals how managers of the upper secondary schools in Iceland divide their tasks and and how common teamwork is in working on those projects. The study also reveals that administrators have a strong interest in the welfare and opinion of their staff and that it matters more that schooling is inclusive rather than reaching measurable goals. Attitude towards the changes that have taken place in the last few years are almost equally divided into two categories, somewhat depending on school size and job titles. However, most leaders agree that there are challenges ahead.

Samþykkt: 
 • 4.9.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34346


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Benedikt Bardason-MPA-ritgerd.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing-Benedikt Bardason.jpg949.33 kBLokaðurYfirlýsingJPG