is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34347

Titill: 
  • 2. útgáfa (kilja). Um kiljuklúbbinn og endurútgáfu sígildra bókmenntaverka á íslensku í upphafi 21. aldar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað umKlassíska kiljuklúbbinn, ritröð og bókaklúbb Forlagsins. Sjónum erbeint að kiljuklúbbum almennt og virkni þeirra, hlutverki og menningar-og útgáfusögulegu samhengi, sem og kiljunni sjálfri, broti hennar og hönnun, sögulegri tilurð og áhrifum á bókmenningu. Klassíski kiljuklúbburinn er eilítið sérstætt fyrirbrigði bókaklúbba í íslenskum bókmenntaheimi og á um margt sameiginlegt með tilurð nútímakiljunnar, sé litið til sögulegra og sér í lagi efnahagslegra kringumstæðna. Í ritgerðinni verður gert grein fyrir Klassíska kiljuklúbbinum, sem hóf göngu sína í efnahagshruni ársins 2008. Sem ritröð gengur útgáfan enn þann dag í dag, en hefur látið af starfsemi lesklúbbsins, og verk eru mun sjaldnar gefin út en upphaflega stóð til. Þegar klúbburinnhóf göngu sína var yfirlýst markmið að gefa út sex bækur ár hvert, sem áskrifendur fengjubeint inn um bréfalúguna og á hagstæðara verði en í verslunum. Klassíski kiljuklúbburinn verður greindur, bæði hönnun prentgripanna og fagurfræðileg ásýnd en einnig verður rætt um val á verkum í klúbbinn og hvernig klassíkurhugtakinu var beitt. En áður er fjallað sérstaklega um hugtakið klassík, kiljuna og kiljuklúbba, og farið verður í sögu endurútgáfna í íslenskri menningu.

Samþykkt: 
  • 4.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34347


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arnór Ingi Hjartarson.pdf1.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf101.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF