is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34348

Titill: 
  • Hvers konar jafnrétti? Færninálgunin og jafnrétti á vinnustaðnum Icelandair
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Færninálgunin er breið heimspekileg nálgun sem er lítt þekkt hér á landi. Á undanförnum áratugum hefur hún þó sett mark sitt á það hvernig ýmsar alþjóðlegar stofnanir og sam-félög hafa unnið að velferð, þróunarmálum, réttlæti og jafnrétti. Upphafsmaður hennar, hagfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Amartya Sen, og bandaríski heimspeking-urinn Martha Nussbaum hafa, ásamt öðrum fræðimönnum, unnið um langt skeið að þró-un nálgunarinnar. Þeirri vinnu er hvergi nærri lokið.
    Í þessari rannsókn var tilgangurinn að skoða kynjajafnrétti á vinnustaðnum Icelandair með augum færninálgunarinnar og að þróa og prófa nýtt mælitæki sem tekur mið af grunnhugtökum nálgunarinnar: frelsi, færni og virkni. Leitast var við að mæla færni og virkni starfsmanna sem tengjast fimm skilgreindum frelsisstoðum en þær eru: pólitískt frelsi, efnahagsleg gæði, samfélagsleg tækifæri, gagnsæi, og vernd og öryggi. Ennfremur var færni og virkni mæld í tengslum við réttlæti og aðra vinnutengda þætti svo sem samræmingu vinnu og einkalífs. Notuð var blönduð aðferð til að fá fram niðurstöður; eigindleg aðferð var notuð með því að taka 7 viðtöl við starfsfólk Sölu-og markaðssviðs Icelandair og megindleg aðferð með því að leggja spurningakönnun fyrir starfsfólk sviðsins. Niðurstöðurnar benda til þess að kynin á vinnustaðnum búi við mismikið frelsi og réttlæti því færni og virkni karla reyndist meiri en kvenna í þeim færniþáttum sem mældir voru. Prófun mælitækisins, sem notað var, sýndi ennfremur að grunnur þess reyndist áreiðanlegur.

  • Útdráttur er á ensku

    The capability approach is a broad philosophical framework that a wide range of scholars, analysts, and policy makers have utilized extensively in the last decades. This ethical perspective continues to impact a wide range of fields including development studies, welfare economics, social policy, especially to evaluate and assess arrangements related to issues of social justice and equality. The economist-philosopher and winner of the Nobel Prize, Amartya Sen, pioneered the approach and has developed it further with other scholars across the humanities and social sciences, especially with Martha Nussbaum. This study aims to identify workplace gender equality within Icelandair using the capability approach as a metric. Furthermore it develops a questionnaire to measure workplace gender equality using Sen´s basic concepts of freedom, capabilities and functionings, as well as to evaluate the validity of the questionnarie. The questionnaire seeks to capture capabilities and functionings in the workplace that are within the scope of Sen´s five instrumental freedoms as well as capabilities and functionings linked to justice and workplace issues such as work-life balance. The data collection method consisted of 7 interviews and a survey completed by 70 emlpoyees of the Sales- and Marketing Department at Icelandair. Findings indicate that the capabilities and functionings of male and female employees differ in the evaluative space of freedom and justice, as male employees reported to have more capabilities and functionings than their female counterparts. Results show that the questionnaire appears to be a valid instrument to measure workplace gender equality in terms of capabilities and functionings.

Samþykkt: 
  • 4.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34348


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-RITGERÐ.pdf1.27 MBLokaður til...01.09.2029HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf97.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF