is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34353

Titill: 
  • „Ég reyni að hræra í sögupottinum til þess að láta eitthvað gerast.“ Sögusköpun í hlutverkaspilum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér er farið í hverslags hópur og menning innan þess hóps myndast þegar fullorðnir menn taka sig til og fara í þykjustuleik þar sem ímyndunaraflið hleypur með mann út um allar villigötur. Frá undirbúningi sögumanns til útúrdúra hins almenna spilara. Allt milli himins og jarðar getur gerst innan söguheims og við borðið á milli spilara þar sem andstæð sjónarmið mætast oftar en ekki. Ef valið stendur á milli hvort það eigi að brenna munaðarleysingjahælið eða bjarga krökkunum gæti millivegurinn orðið sá að krökkunum er bjargað einungis til að selja þau fyrir stórgróða.
    Hvaðan kemur innblástur sögumanns og spilara? Hver hefur hvaða nálgun á spilið, hverju tekur trúður hópsins upp á og hvernig snýr sögumaðurinn hnífnum í sárinu eftir ákvörðun spilaranna? Hvað er það sem fær fullorðna einstaklinga til þess að setja sig í hlutverk allskonar hetja og/eða skúrka í ævintýralandinu eða í eyðilandinu eftir heimsendi „ala“ Mad Max. Hversu langt eru sumir tilbúnir að ganga í illvirkjum vitandi það að þetta er einungis fantasía og þá má ekki gleyma frásagnarlistinni sem hefur svo mikið að segja upp á upplifun spilara og sögumanns. Ef sögumaðurinn gerir sitt besta í að mynda andrúmsloft eftir klassískri Drakúlamynd en spilararnir kjósa að leika sína hlið eins og 21 Jump Street þá verður uppi mjög sérstök blanda. Eitt er víst að þetta er oftast þrælgaman.
    Í þessari BA-ritgerð í þjóðfræði er sögusköpun í hlutverkaspili rannsökuð. Rannsóknin byggir á fimm viðtölum sem tekin voru við karlmenn sem eru allir hluti af sama spilahópnum, fjórir spilarar og einn sögumaður. Viðmælendur eiga það allir sameiginlegt að vera reyndir hlutverkaspilarar, þó með mismikla reynslu. Skoðað er hvernig sögusköpunin fer fram í undirbúningsvinnunni áður en hið eiginlega spil getur hafist. Síðan er kannað hvernig sögusköpunin er í ævintýrinu sjálfu ásamt þeim hliðarverkefnum og útúrdúrum sem spilarar lenda oftar en ekki í. Einnig er skoðað hvernig sögusköpun kemur fram í sköpunargáfu og spuna spilara og sögumanns.

Samþykkt: 
  • 5.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34353


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð. Kolbrún..pdf3,55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman. Yfirlýsing. Kolbrún..pdf43,86 kBLokaðurYfirlýsingPDF