en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/34355

Title: 
 • Title is in Icelandic Stafrænir netmiðlar (e. Online Platforms). Fjármunaréttarleg álitaefni í tengslum við sölu á vöru, þjónustu og stafrænu efni með milligöngu stafrænna netmiðla
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari titgerð er fjallað um fjármunaréttarleg álitaefni varðandi samninga um sölu á vöru, þjónustu og stafrænu efni með milligöngu stafrænna netmiðla (e. Online Platforms). Þá er fjallað um tillögur að tilskipun um milligöngu stafrænna netmiðla (e. Discussion Draft of a Directive on Online Intermediary Platforms) sem hópur fræðimanna birtu árið 2016.
  Viðskipti á stafrænum netmiðlum hafa aukist töluvert á undanförnum árum og eru þekktustu netmiðlar orðnir að alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Flest allir þekkja orðið Uber, AirBnb og Amazon og fjölmargir hafa nýtt sér þjónustu þeirra. Þessir netmiðlar ásamt mörgum öðrum byggja þó á viðskiptagjörningum sem ekki hafa tíðkast lengi. Þó þessir stafrænu netmiðlar starfa allir á ólíkum sviðum eiga þeir það sammerkt að gera hverjum sem er kleift að gerast leigubílstjórar, veita ferðamönnum gistiþjónustu eða gerast heildsalar. Þar sem netmiðlarnir byggja starfsemi sína á rafrænum viðskiptum geta einstaklingar þar að auki auðveldlega stundað alþjóðleg viðskipti, þvert á landamæri og heimsálfur.
  Þessi nýjung í viðskiptum hefur notið mikilla vinsælda en starfsemi stafrænna netmiðla vekja þó einnig upp spurningar út frá fjármunaréttarlegum álitaefnum. Fyrir það fyrsta þarf að vera öruggt að rafrænir samningar sem komast á fyrir milligöngu stafrænna netmiðla séu skuldbidnandi og njóti lögverndar. Til þess að svo sé þurfa samskipti milli samningsaðila, loforð og ákvaðir að komast greitt á milli aðila og hafa þau réttaráhrif sem þeim er ætlað. Einnig getur verið óljóst í viðskiptum um stafræna netmiðla hvaða hlutverk netmiðillinn hefur við samningsgerðina og hvort hann hafi heimild frá aðilum til að koma fram fyrir þeirra hönd og hvaða afleiðingar það hefur ef kaupandi stendur í þeirri trú að hann gangi til samningsgerðar við netmiðil beint en ekki annan aðila.
  Mikilvægt er að greina samningaréttarlegt samband allra aðila að viðskiptum á stafrænum netmiðlum. Ekki er aðeins um hefðbundið kröfuréttarsamband á milli kaupanda og seljanda að ræða, heldur er einnig samningssamband milli netmiðils og kaupanda og netmiðils og seljanda. Mikilvægt getur verið að greina réttindi og skyldur aðila í þessum samningssamböndum svo afmarka megi réttarstöðu þeirra innbyrðis.
  Viðskiptum um stafræna netmiðla hafa einnig fylgt nýjungar á borð við umsagnakerfi þar sem umsagnir viðskiptavina eru birtar á sölusíðum netmiðla. Þessi nýjung getur vakið sérstök álitamál við afmörkun samnings milli aðila þar sem ummæli geta veitt kaupanda ákveðnar forsendur við gerð kaupsamnings. Þá má velta upp þeirri spurningu hvort slík ummæli geti haft áhrif við mat á gallaðri greiðslu.
  Í ritgerðinni er leitast við að svara spurningum sem þessum. Í 3. kafla er farið yfir helstu grundvallarreglur samnignaréttar sem á reynir við úrlausn álitaefnanna og þau heimfærð yfir á starfsemi stafrænna netmiðla. Í 4. kafla athyglinni beint að helstu grundvallarreglum kröfuréttar sem á reynir og þær settar í samhengi við breytta viðskiptahætti. Þá er í 5. kafla ritgerðarinnar gerð grein fyrir tillögum að tilskipun um stafræna netmiðla og dregnar fram helstu reglur sem þar er að finna. Einnig eru þær bornar saman við réttarframkvæmd á sviði hefðbundins fjármunaréttar og helstu nýmæli þeirra leidd út.

Accepted: 
 • Sep 5, 2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34355


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Stafrænir netmiðlar (e. Online Platforms) .pdf788.17 kBLocked Until...2029/05/05Complete TextPDF
Stafrænir netmiðlar (e. Online Platforms) forsíða.pdf130.19 kBLocked Until...2029/05/05Front PagePDF
Yfirlýsing SHB.pdf1.68 MBLockedDeclaration of AccessPDF