Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34361
Ein af þekktustu sögum Gamla testamentisins er sagan um „Jónas í hvalnum“ sem finna má í Jónasarbók. Bókin segir frá spámanni sem vill ekki verkefnið sem Guð felur honum. Það er fólgið í því að fara til óvinaþjóðarinnar, Assýringana sem bjuggu í Níníve borg og höfðu vakið reiði Guðs með illsku sinni. Boðskapur Jónasar til Níníve gæti forðað íbúunum frá dómi Guðs, sem hótar að gjöreyða borginni og öllu því sem þar er, með því að þeir iðrist og snúi sér frá vondum verkum sínum. Þegar Jónas fer að lokum og Níníve bjargast vegna miskunnar Guðs verður Jónas þunglyndur og vill helst deyja en Drottinn glímir við hann til að opinbera umhyggju sína fyrir allri sköpun sinni. Viðfangsefni Jónasarbókar er óvenjulegt í Gamla testamentinu að því leyti að spámaðurinn er sendur til útlendinga. Viðbrögð Jónasar hafa í vissum tilfellum orðið þeim sem rannsaka textann tilefni til að gera andspyrnu Jónasar við Guð að dæmigerðri fyrir Gyðinga almennt með ásökunum um að Gyðingar skeyti engu um aðrar þjóðir. Þá hefur Jónas sjálfur stundum orðið að skrípamynd sem hleður utan á sig flestum neikvæðum staðalímyndum Gyðingsins sem gyðingahatur næstum tveggja árþúsunda hefur mótað. Í verkefninu er gerð grein fyrir þessum áhrifum gyðingaandúðar í túlkunarsögu Jónasarbókar.
One of the best known stories of the Old Testament is the story of "Jonah and the Whale", that is in the book of Jonah. I this book we have a prophet that rejects the mission, assigned to him by God. His mission was to go to an enemy nation, the Assyrians that lived in the city of Nineveh, who had evoked the wrath of God by their wickedness. The message of Jonah could possibly save the inhabitants from the judgment of God, who threatens to annihilate the city and everything in it. By listening to Jonah, repenting and turning away from their wicked works, the people of Nineveh might be saved. When Jonah eventually goes and the city is saved because of God’s mercy, Jonah sinks into depression and prefers to die but God deals with him to reveal His compassion for all of His creation. The subject of the book of Jonah is unusual in the Old Testament by having the prophet’s mission concerning a foreign nation. The reaction of Jonah has on some occasions prompted Bible scholars to describe Jonah’s resistance to God as typical of the Jews, accusing the Jews of caring very little about other nations. On some occasions, Jonah himself has also become a caricature of a stereotypical Jew, formed through almost two millennia of antisemitism. This paper discusses the effects of antisemitism on the interpretive history of the book of Jonah.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman_yfirlysingAEgirOrn.pdf | 291.91 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
GydingurinnJonas.pdf | 993.31 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |