en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/34362

Title: 
 • Title is in Icelandic Frostbitin hátíð: Að nýta kvikmyndahátíðafræði, upplifun og skipulagningareynslu hátíðahaldara til að byggja vef
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Kvikmyndahátíðir eru af öllum stærðum og gerðum. Finna má eina slíka í stórborgum eins og New York og Berlín sem og í smábæjum eins og Flateyri á Vestfjörðum eða Rifi á Snæfellsnesi. Kvikmyndahátíðafræði er fremur nýtt hugtak sem skoðar þessar hátíðir og allt það umstang sem þeim fylgir.
  Í þessari ritgerð skoða ég sögu kvikmyndahátíða til þess að útskýra tvö hugtök í
  kvikmyndahátíðafræðum: netkerfi og virðingarröð. Ég notaði kenningar í
  kvikmyndahátíðafræðum ásamt kenningum í vefritstjórn til þess að byggja nýjan vef fyrir kvikmyndahátíðina Frostbiter: Icelandic Horror Film Festival, en hún hefur verið haldin á Akranesi nánast árlega frá 2016. Ég ræddi einnig við stjórnendur fimm kvikmyndahátíða á Íslandi sem og þrjá kvikmyndagerðarmenn til þess að nýta reynslu þeirra á hátíðum við gerð vefsins.
  Ég komst að því að til þess að velgengni kvikmyndahátíða fer eftir orðspori hennar.
  Hátíðir með góðan orðspor eru betur sóttar og fá meira fjármagn frá gestum. Það fjármagn gerir hátíðinni kleift að halda áfram enn eitt árið. Þær hátíðir sem eru orðnar rótgrónar enda á fleiri netkerfum hátíða og hækka í virðingarröð og fá þannig fleiri gesti. Markmið vefsíðu Frostbiter: Icelandic Horror Film Festival er hlúa að orðspori hátíðarinnar og tryggja að hátíðin sé heimsóknarinnar virði fyrir bæði kvikmyndagerðarmenn og gesti. Þetta verður m.a. gert með vel skrifuðum greinum og öðru efni sem auðvelt verður að dreifa á samfélagsmiðlum.
  Kvikmyndahátíðir eru samspil kvikmyndagerðarmanna og hátíðahaldara. Annað sem vefsíðan mun gera til að skapa gott orðspor er að bjóða upp á kvikmyndagagnrýni á þeim myndum í fullri lengd sem sýndar verða á hátíðinni. Fjölmiðlar fjalla oft um hátíðarnar sjálfar en minna er rætt um einstakar myndir sem sýndar eru. Með því að bjóða upp á kvikmyndagagnrýni vonast hátíðahaldarar til þess að auka vægi mynda á hátíðinni og bjóða gestum upp á fleiri gæða hryllingsmyndir.

Accepted: 
 • Sep 5, 2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34362


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Frostbitinhatid.pdf1.72 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Skemman_yfirlysing.ssh (2).pdf40.98 kBLockedDeclaration of AccessPDF