is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34363

Titill: 
  • Dreifileiðir íslenskra kvikmynda erlendis. Eftirvænting ýtir undir frekari dreifingu
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um dreifileiðir íslenskra kvikmynda, en markmiðið var að fá innsýn í hverjar þær væru og hvaða áskoranir bíði framleiðenda í því ferli. Gerð var rannsókn sem unnin var með eigindlegri rannsóknaraðferð og hálfstöðluð viðtöl voru tekin við átta fagaðila og framleiðendur íslenskra kvikmynda. Viðmælendur voru meðal annars leikstjórar, framleiðendur og fagaðilar sem höfðu á einn eða annan hátt komið að dreifingu íslenskra kvikmynda erlendis. Rannsóknargögnin voru unnin samkvæmt grundaðri kenningu, skipt upp í þemu og síðan kóða. Slík aðferð gerði rannsakandanum kleift að öðlast skilning á reynslu íslenskra framleiðenda við að dreifa íslenskri kvikmynd erlendis. Viðmælendurnir hafa allir komið að kvikmyndaiðnaðinum á einn hátt eða annan.
    Í ritgerðinni er farið yfir hvaða dreifileiðum framleiðendur og fagaðilar hafa reynslu af, hvaða leiðir að þeirra mati henta fyrir íslenskar kvikmyndir erlendis og hvaða áskoranir bíði framleiðenda við það ferli.
    Niðurstöður voru þær að hentugasta leiðin til að koma íslenskum kvikmyndum á framfæri erlendis væri í gegnum kvikmyndahús. Leiðin að kvikmyndahúsunum liggur fyrst og fremst í gegnum kvikmyndahátíðir þar sem hægt er að nálgast mögulega dreifingaraðila og vekja áhuga þeirra. Þar fá framleiðendur tækifæri til þess að sýna kvikmyndina fyrir fjölda áhorfenda og gagnrýnenda. Það skiptir máli að velja réttan söluaðila fremur en þann stærsta því samkvæmt viðmælendum sinna minni og sérhæfðir aðilar kvikmyndinni oft betur. Önnur leið væri að framleiðandi myndi reyna að dreifa kvikmyndinni sjálfur en slíkt kostar tíma, peninga, þekkingu og tengslanet sem hann hefur jafnvel ekki aðgang að. Þriðja leiðin er að reyna að fara beint með kvikmyndina á streymisveitu. Þar sleppur framleiðandi við allt umstang og fær fyrir vikið einn samning, eina greiðslu og þarf ekki að hugsa meira um dreifingu kvikmyndarinnar. Það myndi hins vegar leiða til þess að hann fengi ekki þá umfjöllun sem fylgir hefðbundum leiðum, en þær gagnast í öðrum verkefnum í framtíðinni. Niðurstöðurnar eiga erindi við framleiðendur kvikmynda og alla þá sem koma að dreifingu íslenskra kvikmynda erlendis. Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í það hver væri besta dreifileiðin, en það er von rannsakanda að niðurstöður muni nýtast framleiðendum og þeim sem huga að dreifingu íslenskra kvikmynda erlendis.

Samþykkt: 
  • 5.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34363


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dreifileiðir íslenskra kvikmynda erlendis.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf40.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í tvö ár.