is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34364

Titill: 
  • Bann við fjölkvæni, skv. 188. gr. hgl.
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Samfélagið hefur breyst hratt á skömmum tíma, sérstaklega hvað varðar hefðbundnum skoðunum, siðferði og fjölskyldulífi, t.a.m. er samfélagið orðið frjálslyndara og opnara gagnvart skilnuðum, fóstureyðingum og samkynhneigð.
    Þessi álitaefni eru umdeild að hluta til bæði út frá lagalegum og siðferðilegum sjónarmiðum. Fjölkvænishjónabönd hafa verið og eru enn fordæmd í flestum þjóðfélögum með vísan til þess hvað telst siðferðislega rétt og hvað ekki. Þrátt fyrir að lagaumgjörð fjölkvænis hafi ekki breyst síðastliðin ár er ljóst að með fjölgun innflytjenda, hælisleitenda og flóttafólks hér á landi leiði til þess að fjölbreyttari mál koma upp varðandi hjúskaparstöðu einstaklinga.
    Ritgerðin fjallar um ofangreindar grundvallarreglur, samspil þeirra og álitamál sem geta skapast í tengslum við fjölkvæni, sambúðarfólk og almenn hegningarlög. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á ýmsa þætti sem varða fjölkvæni, þar með talið nýlega dóma- og úrskurðarframkvæmd. Það verður gert með því að rýna í þau álitaefni sem kunna að koma upp varðandi réttarstöðu einstaklinga sem velja að eiga fleiri en einn maka á sama tíma, þ.e. réttarstaða fjölkvænis. Leitað verður svara við því hvaða réttarstöðu einstaklingar hafa sem stofnað hafa til fleiri en eins gilds hjónabands í heimaríki sínu þegar þeir koma til landsins. Verður það gert með því að tengja viðfangsefni saman, skoða bakgrunn og réttarsögu þessa máls, m.a. með því að kanna ástæðu þess að lagaákvæðið var sett í almenn hegningarlög, alþjóðlegar refsireglur, nýlega dómar o.fl.

Samþykkt: 
  • 5.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34364


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal_Díana Jónsdóttir.pdf966.18 kBLokaður til...05.09.2029HeildartextiPDF
Yfirlýsing skemman.pdf101.23 kBLokaðurYfirlýsingPDF