is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34365

Titill: 
  • Tjáningarfrelsi fjölmiðla í ljósi persónuverndarreglna
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin er á sviði persónuverndar og einkalífsverndar samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/1994, friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsi sem varin eru í stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu.
    Tjáningarfrelsi fjölmiðla er nauðsynlegt vegna þeirrar sérstöku stöðu sem þeir gegna í lýðræðis þjóðfélagi skv. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu jafnvel þó umfjöllunin kunni að snerta kjarna einkalífs einstaklinga sem er stjórnarskrárvarinn réttur. Í slíkum tilvikum þarf að vega og meta hvort upplýsingarnar eigi erindi til almennings og hvort skerðing á einkalífsréttindum einstaklingsins hafi verið nauðsynlegur þáttur í þágu fréttamennskunnar. Slíkt mat fer fram hjá dómstólum og hafa fjöldamargir dómar gengið um efnið. Viðfangsefni ritgerðarinnar er um þessar grundvallarreglur, samspil þeirra og þau álitamál sem geta skapast í tengslum við fjölmiðla heimildarmenn og persónuverndarlög.
    Í ritgerðinni er varpað ljósi á þessa sérstöðu fjölmiðla í lýðræðisþjóðfélagi og sérstakt hlutverk þeirra við miðlun upplýsinga. Afskipti af þeim geta hindrað þá í að sinna hlutverki sínu. Af þessu leiðir einnig að full beiting persónuverndarreglna gegn fjölmiðlum myndi skerða frelsi þeirra og skaða þann mikilvæga tilgang sem fjölmiðlar gegna, þetta er vand meðfarið þar sem aðalatriðið í fréttamennsku er að nýta rétt tjáningarfrelsis.

Samþykkt: 
  • 5.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34365


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal_Inga Hanna Gísladóttir .pdf866.07 kBLokaður til...05.09.2029HeildartextiPDF
Yfirlýsing - skemman.pdf105.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF