is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34366

Titill: 
  • Málsmeðferð Neytendastofu og Samkeppniseftirlitsins. Með áherslu á rannsókn mála og sönnunarreglur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ýmis stjórnvöld hafa ákveðnum eftirlitshlutverkum að gegna innan stjórnsýsluréttar og taka oft stjórnvaldsákvarðanir í kjölfar málsmeðferðar sinnar. Þar á meðal eru neytendayfirvöld, n.t.t. Neytendastofa og áfrýjunarnefnd neytendamála, en þau hafa m.a. það hlutverk að hafa eftirlit með viðskiptaháttum fyrirtækja skv. lögum nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Á sviði samkeppnisréttar eru einnig teknar stjórnvaldsákvarðanir af samkeppnisyfirvöldum, Samkeppniseftirlitinu og áfrýjunarnefnd samkeppnismála, en Samkeppniseftirlitið hefur eftirlit með háttsemi sem brýtur gegn ákvæðum samkeppnislaga nr. 44/2005. Í málum sem hefjast hjá þessum eftirlitsstjórnvöldum reynir hvort tveggja á rannsókn stjórnvaldsins og svo á þá sönnun sem aðili málsins, sem yfirleitt er fyrirtæki, getur fært fyrir máli sínu. Ákveðið jafnvægi verður að vera milli þessara tveggja þátta þar sem Neytendastofa hefur lögbundna rannsóknarskyldu, skv. stjórnsýslulögum nr. 37/1993 í stjórnsýslumálum, og fyrirtækin hafa sömuleiðis skyldu til að sanna mál sitt og fullyrðingar sínar, skv. áðurnefndum vml. Á sama hátt hefur Samkeppniseftirlitið lögbundna rannsóknarskyldu, og fyrirtækin geta tekið til varna í stjórnsýslumálum þar sem þau hafa aðild. Mikilvægt er að við rannsóknina sé fylgt ákvæðum stjórnsýslulaga þar sem stjórnsýslumál getur endað með töku íþyngjandi ákvörðunar, oft álagningu stjórnsýsluviðurlaga, sem stjórnvaldið leggur á málsaðilann.
    Í ritgerðinni er litið til tiltekinna reglna stjórnsýsluréttar sem gilda um málsmeðferð stjórnvalda í stjórnsýslumálum og þær skýrðar bæði almennt og einnig í framkvæmd á réttarsviðunum neytendarétti og samkeppnisrétti, en umfjöllun um efnisreglur þessara síðarnefndu réttarsviða er ekki tekin sérstaklega fyrir nema að því marki sem nauðsynlegt er til skýringar á framkvæmd einstakra mála. Aðferðafræðin er hefðbundin þar sem gerð er grein fyrir gildandi rétti með skýringu á viðeigandi réttarheimildum. Við almenna skýringu á málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins er litið ýmist til álita Umboðsmanns Alþingis sem og úrlausna dómstóla en í umfjöllun um beitingu reglnanna í málsmeðferð innan neytendaréttar og samkeppnisréttar er aðallega litið til úrskurða áfrýjunarnefnda á sviðunum tveimur og eftir atvikum úrlausna dómstóla þar sem reynt hefur á gildi ákvarðana af báðum þessum sviðum. Það leiðir af þessari nálgun að ekki er vikið að einstökum ákvörðunum eftirlitsstjórnvaldanna sjálfra, Neytendastofu og Samkeppniseftirlitsins, þar sem almennt reynir ekki á endurskoðun á ákvörðunum þeirra og þar með málsmeðferð fyrr en á kærustigi, fyrir áfrýjunarnefnd og eftir atvikum fyrir dómstólum. Stuttlega er svo vikið að sönnun í stjórnsýslumálum og reglum þeim reglum sem gilda í þeim efnum í neytendarétti og samkeppnisrétti.

Samþykkt: 
  • 5.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34366


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sævar_B_Kjartansson_Meistararitgerð.pdf623.29 kBLokaður til...31.12.2029HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.JPG1.2 MBLokaðurYfirlýsingJPG