is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34367

Titill: 
  • Aðild að málum hjá Samkeppniseftirlitinu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samkeppnisréttur og eftirlit með samkeppnismálum á Íslandi hefur tekið verulegum breytingum síðustu áratugi. Eru ýmsar ástæður fyrir því. Sem dæmi um slíkar ástæður má, með fjarri því tæmandi hætti, nefna atriði eins og áhrif EES-samningsins og reglna samkeppnisréttar ESB og aukið vægi milliríkjaviðskipta. Einnig má benda á að síðustu þrjá áratugi hefur tvívegis verið ráðist í heildarendurskoðun á íslenskum samkeppnislögum. Með núgildandi samkeppnislögum varð allnokkur breyting á stjórnsýslu samkeppnismála.
    Meginviðfangsefni ritgerðar þessarar lýtur ekki beinlínis að samkeppnisrétti sem slíkum, heldur fjallar ritgerðin fyrst og fremst um aðildarhugtak stjórnsýsluréttarins eins og það er túlkað í samkeppnismálum. Samhliða vaxandi þýðingu samkeppnisréttar má gera ráð fyrir auknu vægi málsmeðferðarreglna, og annarra stjórnsýsluréttarlegra atriða, í samkeppnismálum. Einnig fjallar hluti ritgerðarinnar um ein þýðingarmestu réttaráhrif aðildarhugtaksins í samkeppnismálum, réttinn til aðgangs að gögnum máls eða upplýsingaréttinn samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga, og tengsl upplýsingaréttarins við túlkun aðildarhugtaksins.
    Aðild í stjórnsýslurétti er almennt játuð þeim sem á beinna, verulegra, sérstakra og lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlausn stjórnsýslumáls. Aðildarhugtakið kann hins vegar að vera túlkað með breytilegum hætti eftir því hvaða svið stjórnsýsluréttarins á í hlut. Byggt hefur verið á því að í samkeppnismálum, eða við meðferð mála hjá Samkeppniseftirlitinu, sé hugtakið túlkað með fremur rúmum hætti.
    Helstu markmið ritgerðarinnar eru að varpa ljósi á ríkjandi sjónarmið við túlkun aðildarhugtaksins í samkeppnismálum og gera grein fyrir þýðingu upplýsingaréttar málsaðila. Nánar tiltekið beinist umfjöllunin aðallega að tveimur málaflokkum; málum samkvæmt 11. gr. samkeppnislaga og samrunamálum samkvæmt ákvæðum 17. gr. laganna.
    Aðferðafræðin sem stuðst er við í ritgerðinni er hefðbundin í lögfræðilegum skilningi. Þannig er gerð grein fyrir gildandi rétti með hliðsjón af niðurstöðum þeirra aðila sem fást við túlkun réttarreglnanna. Eru þeir aðilar einkum Hæstiréttur Íslands, áfrýjunarnefnd samkeppnismála og umboðsmaður Alþingis. Taka ber þó fram að þótt dómar Hæstaréttar Íslands séu þýðingarmestu fordæmin, á þessu réttarsviði sem öðrum, er mun meira fjallað um úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Skýrist það af því að mun oftar hefur verið fjallað um ofangreind hugtök í samkeppnismálum fyrir nefndinni, en gert hefur verið fyrir Hæstarétti Íslands.

Samþykkt: 
  • 5.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34367


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kjartan Ragnars Lokaeintak.pdf700.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf227.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF