Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34368
Lokaritgerð þessi er unnin til MA-prófs í listfræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um óperusöngkonuna Mariu Callas sem tákn og áhrifavald í list gjörningalistakonunnar Marinu Abramović. Fræðilegur rammi ritgerðarinnar byggist á femínisku sjónarhorni og staða konunnar sem viðfangs og þátttakanda í myndlist og óperulist er skoðuð út frá hugmyndum er varða fegurðina, hið háleita, þjáninguna, dauðann og áhorfið (the gaze). Gjörninga- og óperulistformið eru sett í menningarsögulegt samhengi og sameiginlegir þættir er varða líkamann sem verkfæri og viðfang í tímatengdri list sem þarfnast áhorfenda eru kannaðir. Marina Abramović hefur samsamað sig Mariu Callas lengi, en síðustu ár virðist sú samsömun hafa aukist og fundið sér æ ríkari stað í list hennar. Rannsóknarspurningin er: Fyrir hvað stendur Maria Callas í list Marinu Abramović?
Til þess að svara spurningunni eru ýmis ólík verk eftir Marinu Abramović skoðuð og sett í listfræðilegt og ævisögulegt samhengi auk þess sem áhrif Mariu Callas á list hennar eru greind. Abramović virðist telja að Maria Callas hafi dáið úr ástarharmi og þess vegna er áhugi hennar á söngkonunni tengdur hugmyndum er varða langvarandi þjáningu og dauða. Tilgáta er sett fram um að Callas sem tákn um rómantíska þrá eftir háleitni fegurðarinnar birtist í gjörningum Abramović í formi sársauka og þjáningar.
This thesis is written as an MA-thesis in Art History and Art Theory at the University of Iceland. The thesis deals with the opera singer Mara Callas as symbol and influence in the works of the performance artist Marina Abramović. The framework of the thesis builds on feminist approach, and the position of women as subject and actors in the visual arts and opera is researched with regards to ideas about beauty, the sublime, pain, death and the gaze. Performance art and opera are placed within cultural and historical context, and their parallel features regarding the body as instrument and subject in time-based arts that require audience, are explored. Marina Abramović has for long identified with Maria Callas, but in the later years that identification has grown and become an ever richer part of her art. The research question is: What is the role of Maria Callas in the art of Marina Abramović?
To answer the question a selection of different works by Marina Abramović is scrutinised and put in art theoretical and biographical context, and the direct influence of Maria Callas on her art is analysed. Abramović seems to belief that Callas died of a broken heart and therefore her interest in the singer is based in ideas about drawn out pain and death. The thesis put forward is that Callas as a symbol for the Romantic yearning for sublime beauty is visualised in Abramović’s performances as pain and suffering.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman_yfirlysing_AJ.pdf | 125.96 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
MA_Asgerdur_Juniusdottir .pdf | 985.84 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |