is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34370

Titill: 
  • Skýjaborgir: Hugmyndaheimur Einars Þorsteins Ásgeirssonar og áhrif hans á Ólaf Elíasson
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um Einar Þorstein Ásgeirsson, arkitekt, hönnuð og stærðfræðing, sem segja má að hafi verið eini geimaldararkitektinn í íslenskri hönnunarsögu. Í gegnum Einar Þorstein öðluðust Íslendingar bein tengsl við frjóustu hugsuði 20. og 21. aldar á sviði hönnunar og byggingarlistar. Einar var frumkvöðull á mörgum sviðum, til að mynda í rúm- og formfræði, léttbyggingum og burðarforma, tjald- og hvolfbygginga og síðast en ekki síst á sviði vistvænna lausna. Hugmyndaheimur Einars Þorsteins átti sér fá takmörk og hannaði hann allt frá geimbyggðum á reikistjörnunni Mars til barnaleikfanga. Hugmyndum Einars var þó oft fálega tekið og þær álitnar á jaðrinum. Segja má að ferill Einars Þorsteins hafi fengið endurnýjun lífdaga þegar hann kynntist listamanninum Ólafi Elíassyni skömmu fyrir aldarmótin 2000. Í þessari ritgerð verður fjallað um ævi og hugmyndaheim Einars Þorsteins og samstarf hans við listamanninn Ólaf Elíasson. Þá verður sjónum beint að verkum Ólafs sem bera þess merki að vera undir sterkum áhrifum formheims Einars Þorsteins. Þá verður fjallað um þá togstreitu sem birtist í samstarfi listamannanna út frá hugmyndum um hnattvæðingu og samtímaleika, og hvernig hún birtist með ólíkum hætti í verkum þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    Einar Þorsteinn Ásgeirsson was an architect, designer and a mathematician and the only Space Age architect in Icelandic design history. Through Einar Þorsteinn Icelanders had a connection to many of the greatest intellectuals of design and architectural history in the 20th and 21st century. Einar was a pioneer in different fields: geometry, lightweight architecture, tent structures and ecological solutions. The fertile mind of Einar Þorsteinn had few limits and he designed everything between space villages on Mars to children’s toys. However, his ideas were often greeted coldly and perceived as peculiar or unrealistic. Einar Þorsteinn shifted his course when he started working with artist Ólafur Elíasson in the 90‘s, giving his creative inventions a channel to the global art world. This thesis focuses on the life and works of Einar Þorsteinn, the collaboration with Ólafur Elíasson, the difference in their artistic and ideological approach and how they approach contemporaneity and globalism in different manners.

Samþykkt: 
  • 5.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34370


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IBMB_MA_2019.pdf3.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2019_IBMB_fylgiskjol.pdf231.7 kBLokaður til...26.10.2099FylgiskjölPDF
IBMB_2019_yfirlýsing.jpeg695.96 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Yfirlysing_fylgiskjöl_IBMB.pdf716.34 kBLokaðurYfirlýsingPDF