is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34374

Titill: 
 • Leiðtogahegðun þjálfara, hvatning iðkenda og áform um áframhaldandi iðkun handknattleiks á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Handknattleikur eða þjóðaríþrótt okkar Íslendinga hefur allt frá upphafi iðkunar notið mikilla vinsælda. Það er þó svo með handknattleik líkt og aðrar íþróttir að brottfall iðkenda er staðreynd. Horfir nú svo við að iðkendafjöldi í handknattleik á Íslandi hefur ekki verið lægri en hann er nú síðastliðin 10 ár og ljóst er að mikið verk er fyrir höndum til þess að ná þeim markmiðum sem HSÍ setur sér hvað varðar iðkendafjölda í afreksstefnu sinni.
  Marmið þessarar rannsóknar var að kanna með megindlegri aðferð hvernig iðkendur skynja leiðtogahegðun þjálfara og hvort að sú skynjun á hegðun spái fyrir um áform um áframhaldandi iðkun í gegnum hvatningu iðkenda. Leiðtogahegðun þjálfara felur í sér fimm víddir; þjálfun og kennslu, lýðræðisleg hegðun, félagslegur stuðningur, jákvæð endurgjöf og alræðisleg hegðun. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að þessar víddir geta haft áhrif á hvatningarvíddir iðkanda sem eru; innri hvatning, ytri hvatning og hvatningarleysi. Ytri hvatningu er svo skipt niður í fjórar undirvíddir sem eru; samþætt stjórnun, samsömuð stjórnun, ómeðvituð stjórnun og ytri stjórnun. Það hefur auk þess verið sýnt fram á að hvatning iðkenda stjórni fyrir brottfalli iðkenda. Við gagnaöflun var notast við rafrænan spurningalista sem hannaður var út frá fyrri rannsóknum. Að gagnaöflun lokinni var tölfræðiforritið SPSS nýtt til þess að greina gögnin.
  Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að iðkendur eru á hærri hvatningarvídd ef þeir skynja leiðtogahegðun þjálfara síns svo að hann leggi áherslu á þjálfun og kennslu, lýðræðislega hegðun og jákvæða endurgjöf. Ekki komu fram marktæk tengsl hvað varðar félagslegan stuðning og alræðislega hegðun.
  Niðurstöður hvað varðar hvatningarvídd iðkenda leiddu í ljós að hvatningarvíddir hefðu áhrif á áform iðkanda varðandi áframhaldandi iðkun. Iðkandi sem er hár á vídd hvatningarleysis hefur til dæmis ekki uppi áform um áframhaldandi iðkun. Aðrar víddir voru ekki marktækar.
  Markmið rannsóknar var að skoða hvort að miðlun væri til staðar, hvort að skynjuð leiðtogahegðun þjálfara spái fyrir um áform um áframhaldandi iðkun í gegnum hvatningu iðkenda. Niðurstöður sýna að hægt er að ætla að svo sé en um hlutamiðlun var að ræða.

Samþykkt: 
 • 5.9.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34374


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leiðtogahegðun þjálfara, hvatning iðkenda og áform um áframhaldandi iðkun handknattleiks á Íslandi.pdf833.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_.pdf307.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF