is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34375

Titill: 
  • „Það er fólkið sem mér finnst gott að hafa heima hjá mér“. Samanburður á vinasamböndum innan og utan vinnustaða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um rannsókn á því hvort munur sé á vinum og vinasamböndum innan og utan vinnustaða, og í hverju sá munur felst. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð í formi djúpviðtala. Tekin voru sex viðtöl við fólk af mismunandi vinnustöðum og á misjöfnum aldri. Til grundvallar við greiningu voru nokkrar þjóðfræðikenningar sem og fyrri rannsóknir og kenningar á vináttu, þar af nokkrar sem miða sérstaklega að vináttu á vinnustöðum. Eðlismunur reyndist vera á vináttunni innan og utan vinnu þó svo að sömu þættir séu oft áhrifavaldar hvað varðar stig vináttunnar og virkni hennar. Myndun vináttu byggðist á að nálægð væri til staðar, virk samskipti og að mótaðilinn samræmdist sjálfsmynd einstaklinganna. Nánir og traustir trúnaðarvinir eru yfirleitt fáir, bæði innan og utan vinnu en þó er traustið og trúnaðurinn mun persónulegri meðal vina utan vinnu. Vinir í vinnu eru gjarnan tengdir skipulögðum áhugamálum eða félagsskap, á meðan vinir utan vinnu hittast sjaldnar og eiga sér mun fjölbreyttari og hversdagslegri þjóðfræði. Auk þess eru samskiptin við vini utan vinnu afslappaðri og snýst virkni þeirra meira um að hittast en hvað vinirnir gera saman. Vinir eru einnig mikilvægur stuðningur á stórum stundum í lífinu en meðal vina utan vinnu er sá stuðningur persónulegri og fjölskyldutengdari en með vinum í vinnu. Með aldrinum breytist afstaða fólks til vináttunnar. Fólk sækir minna í nýja vináttu í vinnunni en horfir meira til baka utan vinnu. Æskuvinir og vinir frá mótunarárum á fyrri hluta ævinnar verða fólki dýrmætir þó samskiptin séu ekki mikil. Munurinn milli vináttu innan og utan vinnustaða er því vel greinanlegur en vinátta er í grunninn flókið fyrirbæri sem á sér margar hliðar.

Samþykkt: 
  • 6.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34375


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það er fólkið sem mér finnst gott að hafa heima hjá mér.pdf677.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing undirritað.pdf3.76 MBLokaðurYfirlýsingPDF