is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34377

Titill: 
  • Vandamál við dreifingu ábyrgðar innan og milli sveitarfélaga. Út frá sameiginlegu verkefni um akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er skoðuð dreifing ábyrgðar innan sama stjórnsýslustigs sem og samvinna milli mismunandi stjórnsýslueininga. Notast er við akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgar-svæðinu sem dæmi, en sveitarfélögin á höfuborgarsvæðinu, að Kópavogi undanskildum, sömdu um sameiginlega þjónustu sem fór af stað 1. janúar 2015. Ýmislegt fór úrskeiðis í aðdragana breytinganna og eftir að sameiginleg þjónusta hófst. Í þessari ritgerð er skoðað hvað fór úrskeiðis og hverju hefði þurft að breyta við samvinnuverkefnið til að auka líkur á að samstarfið hefði orðið árangursríkara.
    Um tilviksrannsókn er að ræða þar sem skoðuð eru fyrirliggjandi gögn og ályktanir dregnar út frá þeim. Notast er við tvær kenningar sem hjálpa til við að skoða verkefnið, annars vegar umboðskenninguna og hins vegar kenningu um samvinnu sveitarfélaga. Akstursþjónustu-verkefnið er mátað inn í þessar kenningar. Lítið er til af rannsóknum sem skoða samvinnuverkefni í velferðarþjónustu, en auk þess er lítið til af rannsóknum sem skoða samvinnu milli stofnana á Íslandi. Þessi rannsókn er því liður í að skoða bæði samvinnu í velferðarþjónustu almennt sem og á Íslandi. Það er von höfundar að niðurstöður geti nýst öðrum stjórnsýslustofnunum á Íslandi til að meta hvort samvinna við aðra stjórnsýslustofnun sé fýsilegur kostur þegar veita á þjónustu.
    Niðurstöður eru þær helstar að sveitarfélögin ættu að huga að breytingum á fyrirkomulagi samvinnunnar áður en farið verður af stað í nýtt útboð, en samningur um sameiginlegu þjónustuna rennur út í árslok 2019. Sérstaklega skal huga að því að ef um verulegan stærðarmun á stofnunum er að ræða ættu sveitarfélögin að fara þá leið að gera samning um verkefnið í staðinn fyrir að allar stofnanirnar séu í forsvari fyrir það. Að auki kemur fram að minnstu sveitarfélögin virðast bera minnstan ávinning af sameiginlegri þjónustu og ættu því að skoða það vel hvort ávinningur hljótist af því að þau séu í slíku verkefni.

Samþykkt: 
  • 6.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34377


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samvinna sveitarfélaga SF.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf56.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF