is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34386

Titill: 
  • Hvað verður um mig?: Staða búsetuúrræða aldraðra á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samhliða aukinni þekkingu og framförum í læknavísindum aukast lífslíkur fólks stöðugt. Hópur þeirra sem flokkast undir að vera aldraðir fer því óðum stækkandi. Á komandi árum mun því aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar taka stakkaskiptum. Sífellt verður erfiðara að fá fagfólk til að sinna þessum ört stækkandi hópi fólks. Þess vegna er mikilvægt að huga að málefnum aldraðra og finna nýjar leiðir til að auka lífsgæði þeirra og vellíðan. Einnig þarf að koma í veg fyrir eða seinka þörf á stofnanaþjónustu. Með þessari ritgerð er markmiðið að auka þekkingu á stefnumótun í málaflokknum og búsetumálum aldraðra. Leitað verður svara við eftirfarandi spurningum: Er munur eftir landshlutum á aðgengi eldra fólks að stofnanaþjónustu? Hver eru meginatriði stefnumótunar í búsetumálum eldra fólks? Hversu langur er biðtíminn eftir plássi á hjúkrunar- eða dvalarheimili? Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að ekki er jafnræði í þjónustu við aldraða einstaklinga eftir landshlutum. Þá er stefnumótun í málaflokknum einnig ábótavant og jafnframt er biðtími eftir plássi of langur miðað við það sem stjórnvöld leggja upp með.

Samþykkt: 
  • 9.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34386


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvað verður um mig Lokaskjal.pdf503.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf461.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF