Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/34387
Hugmyndir um kynin og kynhlutverk eru alls staðar í kringum okkur. Þær eru í daglegu lífi, uppeldi og umhverfi fólks. En þessar hugmyndir koma ekki síst fram í afþreyingarefni af ýmsum toga. Þegar fólk horfir á afþreyingarefni sér til skemmtunar beitir það oftast ekki gagnrýnni hugsun á viðfangsefnið. Þannig læðast staðlaðar hugmyndir um kynin og kynhlutverkin inn í líf fólks án þess að eftir því sé tekið. Dæmi um slíkt afþreyingarefni er viðfang rannsókarinnar James Bond kvikmyndaserían. Í rannsókninni er beytt þemagreiningu (e. thematic analysis) á nokkrar af kvikmyndunum um James Bond á tímabilinu 1962 – 2015 en birtingamyndir barngeringar voru þemagreindar og fram komu nokkur skýr þemu sem gáfu barngeringu til kynna. Þemagreiningin er svo borin saman við fyrri kenningar og hugmyndir um kynin, kynhlutverk og hugmyndir um karlmennsku og kvenleika og hvernig þær stöðluðu hugmyndir birtast í kvikmyndunum. Helstu niðurstöður eru þær að barngering á sér stað í kvikmyndaseríunni, kvenpersónur eru sýndar á staðlaðan (e. stereotypical) hátt og hugmyndir samfélagsins um kynin koma skýrt fram. Sem dæmi má nefna að konur eru bjargarlausar og utan við sig líkt og börn og því þarf að bjarga þeim, leiðbeina og jafnvel stýra.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BA - lokaskjal.pdf | 441.01 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf | 342.2 kB | Locked | Declaration of Access |