is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34393

Titill: 
  • Aðgerðir stjórnvalda í skuldamálum einstaklinga og heimila. Opinber stefna og stjórntæki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er sjónum beint að aðgerðum stjórnvalda í þágu einstaklinga og heimila vegna skuldahækkana í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Annars vegar er skoðað hvernig opinber úrræði vegna skuldamála heimilanna komust á dagskrá stjórnvalda og hinsvegar hvaða stjórntækjum var beitt og hver voru helstu einkenni þeirra. Dagskrárkenningar John W. Kingdons og kenning Lesters M. Salamons um opinber stjórntæki mynda fræðilegan ramma ritgerðarinnar. Í upphafi ritgerðar er fjallað um bankahrunið, verðbólguskotið í kjölfarið og ástæður skuldahækkana heimilanna. Því næst er farið yfir alþingiskosningar og ríkisstjórnaskipti árin 2009 og 2013 og fjallað um stofnun embættis umboðsmanns skuldara og skuldaleiðréttinguna.
    Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að opinber úrræði vegna skuldavanda heimilanna komust á dagskrá bæði við ríkisstjórnarskipti 2009 og 2013. Í fyrra skiptið var embætti umboðsmanns skuldara stofnað og í seinna skiptið var farið í svokallaða skuldaleiðréttingu. Umboðsmaður skuldara er dæmi um beint stjórnvald en skuldaleiðréttingin var aðgerð sem var sambland af sköttum og beinu stjórnvaldi. Þessi úrræði voru ólík að mörgu leyti þó að þau hafi átt að ná sömu markmiðum. Jöfnuður var töluvert meiri hjá umboðsmanni skuldara en skuldaleiðréttingin náði ekki til allra landsmanna með sama hætti.

Samþykkt: 
  • 9.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34393


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð.pdf985.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Skemman.pdf14.8 kBLokaðurYfirlýsingPDF