is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34395

Titill: 
 • Erlend tákn í ÍTM- Rannsókn á erlendum táknum í ÍTM og viðhorfum til þeirra
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um erlend tákn (lánstákn) í íslenska táknmálinu (ÍTM) og skoðað hvaða viðhorf málhafar ÍTM hafa til þeirra. Samskipti þvert á landamæri eru meiri í dag en áður og af þeirri ástæðu eru fleiri tákn fengin að láni frá öðrum málum. Þessi tákn eru kölluð lánstákn (e. loan sign).
  Eðlilegt er að lánsorð eða tákn finnist innan tungumála en erfitt er að segja til hversu mörg þau eru þar sem tungumál breytast með tímanum og jafnvel nokkur afbrigði til á sama tíma. Markmið þessar rannsóknar var að skoða þessi lánstákn. Hver eru þessi tákn og hvaðan koma þau? Við hvaða aðstæður eru þau notuð og hver notar þau? Þessi rannsókn veitir því betri innsýni í fjölda lánstákna í ÍTM. Enn fremur voru viðhorf þátttakenda til þessara tákna skoðuð og hvort fólk innan málsamfélagsins sé almennt ánægt með þau. Viðhorfin sem fram koma eru ekki viðhorf alls samfélagsins en gefa þó ákveðna mynd af viðhorfum fólks innan þessa samfélags.
  Til að finna þessi tákn var send könnun til fólks innan táknmálssamfélagsins og það beðið um að nefna tákn sem það taldi erlend. Spurningalistarnir voru tveir, annar á íslensku og hin á ensku til að reyna að ná til flestra. Ákveðið var að notast við spurningarforritið Questionpro þar sem það hafði það fram yfir önnur samskonar forrit að hægt er að færa sig áfram um spurningar, þrátt fyrir að þátttakendur hefðu ekki svarað spurningum sem komu á undan.
  Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að fólk var í flestum tilvikum sáttara við erlend tákn sem hafa verið lengi inn í samfélaginu og jafnvel orðin föst þar en við tákn sem hafa verið styttra í málinu. Töluvert var um að tákn væru samþykkt ef þau voru ekki nú þegar til í ÍTM og vantaði, t.d. tákn sem snéru að tækni. Það sama á við um nauðalík tákn sem þarf að aðskilja. Flottar samsetningar og slettur voru í lagi ef fyrirbærin voru ekki þegar til í málinu. Hvort tákn festi sig í sessi eða ekki ræðst alltaf af málhöfunum og málnotkun þeirra. Táknmálssamfélagið á Íslandi hefur breyst og í dag er meirihluti yngri kynslóðarinnar af erlendu bergi brotinn Ætla má að tákn verði áfram fengin að láni frá öðrum málum og verður spennandi að fylgjast með áhrifum þessara tvítyngdu málhafa.

Samþykkt: 
 • 9.9.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34395


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf309.4 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Erlend tákn í ÍTM.pdf370.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna