is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34397

Titill: 
 • Árangursstjórnun í háskólum á Íslandi - Hvernig nýtist aðferðafræði árangursstjórnunar í opinberu háskólunum?
 • Titill er á ensku Performance Management in Universities in Iceland - Is performance management useful in the public universities of Iceland?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um innleiðingu nýskipunar í ríkisrekstri (e. new public management) á Íslandi, sögu háskólastarfs í Evrópu og upphaf háskólastarfs á Íslandi. Í ritgerðinni er fjallað um áhrif árangursstjórnunar hjá hinu opinbera og á háskólastarf í Evrópu. Rannsóknin beinist að opinberu háskólunum á Íslandi, en þeir eru fjórir; Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum, Háskóli Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands. Heyra þeir allir undir lög um opinbera háskóla nr. 85/2008.
  Viðtöl voru tekin við sjö stjórnendur hjá opinberu háskólunum um innleiðingu og áhrif árangursstjórnunar í þeirra stofnun. Opinberu háskólarnir nýta sér aðferðir í tengslum við stefnumótun og eftirfylgni en matskerfi opinberra háskóla er mest notaða og þekktasta
  árangursstjórnunarkerfið hjá háskólunum.
  Helstu niðurstöður eru að innleiðing á árangursstjórnun í tengslum við stefnumótun er komin mislangt á veg í háskólunum, en stjórnendur eru almennt jákvæðir gagnvart árangursstjórnun í tengslum við almenna stefnumótun, þó minni háskólarnir hafi lítið bolmagn til að sinna árangursmati og fylgja því eftir. Matskerfi opinberra háskóla þykir
  hingað til hafa skilað árangri hvað varðar rannsóknarvirkni. Kerfið er engu að síður umdeilt, helst fyrir mikla áherslu á rannsóknarhlutann og skort á vægi kennslu, en ljóst er að mælikvarða á gæði kennslu skortir í matskerfið og framlag til þjóðfélagsumræðu er lítt metið
  í kerfinu. Það er sömuleiðis á skjön við stefnur háskólanna um tengsl við samfélagið.

 • Útdráttur er á ensku

  The dissertation deals with the introduction of New Public Management in Iceland, the history of universities in Europe and the beginning of higher education in Iceland. The paper includes a discussion of the impact of performance management in the public sector and on
  the activities of universities in Europe and examines the impact of performance management on university work. The study is aimed at the four public universities in Iceland; the University of Akureyri, Hólar University College, the University of Iceland and The Agricultural University of Iceland, all of which are subject to the Act on Public Universities no. 85/2008.
  Interviews were conducted with seven administrators at public universities to discuss the implementation and impact of performance management at their respective institutions. The public universities utilize performance management methods in strategic planning and
  follow-up, but the public university rating system is the most commonly used and the best known performance management system at the universities.
  The main findings are that the implementation of performance management in connection with strategic planning is at different stages at different universities, but administrators in general have a positive attitude towards performance management in connection with general strategic planning, although the smaller universities have little
  capacity to carry out assessment and follow-up. The evaluation system for public higher education in Iceland has so far yielded results with regard to research activity. Nevertheless, the system is controversial, mainly because of the great emphasis on research and a lack of
  consideration of the impact of teaching, as it is clear that a method for the assessment of the quality of teaching is lacking in the assessment system. Furthermore, the contribution to a discourse on social issues is underestimated in the system, and this is also at odds with the universities' policies regarding active participation in society.

Samþykkt: 
 • 9.9.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34397


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni MPA Opinber stjórnsýsla Árangursstjórnun í opinberu háskólunum Rebekka Silvía Ragnarsdóttir 09.09.19.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna 09.09.2019 Rebekka Silvía Ragnarsdóttir.pdf44.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF