is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34402

Titill: 
  • Endurspeglun Búlgakovs í meistaranum. Reynsla rithöfundar af ritskoðun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skáldsagan Meistarinn og Margaríta er talin með helstu skáldsögum rússneskra 20. aldar bókmennta. Búlgakov vann að verkinu á árunum 1928–1940, allt fram til dauðadags. Þriðja eiginkona Búlgakovs, Jelena Sergejevna Búlgakova, sá til þess að sagan var gefin út að honum látnum en vegna strangrar ritskoðunar kom hún ekki út fyrr en á árunum 1966–1967. Jafnvel 26 árum eftir að bókin var skrifuð þótti hún einkar framúrstefnuleg meðal annars vegna þess að viðfangsefni sögunnar er marglaga og flakkað er um í tíma og rúmi.
    Viðfangsefni þessarar lokaritgerðar til B.A. prófs í rússnesku frá Háskóla Íslands er hvernig Mikhaíl Búlgakov endurspeglar líf sitt sem leikskáld og rithöfundur í sögupersónunni meistaranum í hans frægasta verki Meistaranum og Margarítu. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er athyglinni beint að ævi Búlgakovs og umhverfi rithöfunda á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar sem einkenndist af höftum og ritskoðun. Í seinni hlutanum verður kannað hvernig það umhverfi sem Búlgakov bjó við sem rithöfundur endurspeglast í Meistaranum og Margarítu bæði hvað varðar persónur, atburði og andrúmsloft.

Samþykkt: 
  • 10.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34402


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð í rússnesku - Endurspeglun Búlgakovs í meistaranum.pdf449,16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing lokaritgerð.pdf811,92 kBLokaðurYfirlýsingPDF