is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34403

Titill: 
  • Eldra fólk. Þunglyndi, umfang og áhættuþættir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á næstu áratugum má gera ráð fyrir því að hópur aldraðra fari stækkandi. Algengasti geðsjúkdómur sem aldraðir glíma við er þunglyndi og vísbendingar eru til staðar að það sé bæði vangreint og undirmeðhöndlað. Þunglyndi meðal aldraðra er oft á tíðum frábrugðið öðrum aldurshópum að því leyti að einkenni eru líkamlegri og því er talið mikilvægt að til staðar séu sértæk úrræði. Afleiðingar þunglyndis geta verið alvarlegar og hægt er að koma í veg fyrir þær með meðal annars forvörnum. Talið er að með sérhæfðri meðferð er hægt að ná góðum bata og því er mikilvægt að skimað er fyrir þunglyndi meðal aldraðra.
    Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um þunglyndi meðal aldraðra út frá öllum þáttum því tengdu. Lögð verður áhersla á að skoða forvarnir, skimun, greiningu, meðferðarúrræði og hvað mætti hugsanlega betur fara í þeim málum. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum: hvert er umfang þunglyndis aldraðra hér á landi, hverjir eru helstu áhættuþættir þunglyndis meðal aldraða og hverjar eru hugsanlegar ástæður þess að þunglyndi er algengara meðal eldri kvenna en karla? Niðurstöður sýna að umfang þunglyndis meðal aldraðra er á reiki en hér á landi og á heimsvísu er talið að það sé í kringum 15%. Tölur eru þó mun hærri inná hjúkrunar- og dvalarheimilum eða allt upp í 40%. Áhættuþættir þunglyndis meðal aldraðra geta verið líkamlegir, félagslegir og erfðafræðilegir. Langvinnir sjúkdómar, færnitap, áföll, fjárhagsleg vandamál, félagsleg einangrun, vítamín skortur og breytingar á hormóna- og heilastarfsemi eru meðal áhættuþátta. Mikilvægt er að vera á varðbergi varðandi áhættuþætti, skilgreina áhættuhópa og að þeir hópar fái aukinn stuðning og eftirfylgni innan heilsugæslunnar. Þunglyndi er allt að tvisvar sinnum algengara meðal aldraðra kvenna en karla. Ástæður þess eru taldar vera að aldraðar konur eru útsettari fyrir áhættuþáttum þunglyndis og líklegri til að upplifa makamissi, einmannaleika og búa einar. Þær eru líklegri til að viðurkenna vandan og leita sér hjálpar, því má velta fyrir sér hvort þunglyndi meðal aldraðra karla sé að hluta vangreint.

Samþykkt: 
  • 10.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34403


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal - Heiðdís Arna.pdf563,24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf258,59 kBLokaðurYfirlýsingPDF