Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34406
Hreyfing hefur lengi verið talin mikilvæg til að efla heilsu einstaklingsins og vinna að bættri líðan. Það viðhorf sem hann hefur til hreyfingarinnar er talið mikilvægt en það mótar hegðun og skapar jákvæða eða neikvæða skoðun á athöfnum, markmiðum eða þeirri seiglu sem þarf til að halda athöfninni áfram. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla á Íslandi skulu skólaíþróttir í grunnskólum hafa það að markmiði að efla líkamlega, andlega og félagslega vellíðan. Þá hafa rannsóknir sýnt að jákvætt viðhorf til hreyfingar hjá ungmennum auki líkur á að viðkomandi einstaklingur stundi reglubundna hreyfingu á fullorðinsárum. Ljóst er að það íþróttastarf sem unnið er innan veggja grunnskólans getur haft töluverð áhrif og hefur því verið bent á mikilvægi þess að leggja áherslu á að skapa jákvætt viðhorf til hreyfingar í skólaíþróttum.
Markmið höfundar var að rannsaka viðhorf ungmenna í 8.-10 bekk grunnskóla á Íslandi til skólaíþrótta. Alls svöruðu foreldrar eða forráðamenn fyrir 671 ungmenni í 8-10. bekk. Niðurstöður sýna að almennt finnst ungmennum skólaíþróttir ekki vera sérstaklega skemmtilegar. Þá stuðla þær ekki að auknu sjálfstrausti né því að ungmennin taki upp heilbrigðan lífsstíl á fullorðinsárum. Talsverður hluti nemenda myndi ekki vilja hafa fleiri íþróttatíma og myndu kjósa að hætta. Þá er nokkuð stór hluti nemenda sem finnur fyrir kvíða í tengslum við skólaíþróttir og er það áhyggjuefni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Viðhorf ungmenna í 8. - 10. bekk til skólaíþrótta.pdf | 473.76 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Lokaverkefni.pdf | 321.9 kB | Lokaður | Yfirlýsing |