is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34407

Titill: 
  • Áherslumál og ógnir norðurslóðaríkjanna: Samanburðarrannsókn á stefnum norðurslóðaríkjanna til málefna norðurslóða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hlýnun jarðar hefur leitt til stórfelldra breytinga á norðurslóðasvæðinu. Á sama tíma og þessar breytingar leiða til umhverfisógna fyrir norðurslóðaríkin hafa þær einnig opnað á ýmis efnahagsleg tækifæri. Þessi tækifæri leiða einnig af sér ýmsar áskoranir og ógnir og auka samkeppni á svæðinu. Óhætt er að segja að norðurslóðaríkin átta deili hagsmunum og eru samskipti ríkjanna óumflýjanleg. Þessi ritgerð skoðar öryggissamskipti ríkjanna með mótunarhyggju og Kaupmannahafnarskólann sem fræðilegan bakgrunn. Markmið þessarar ritgerðar er að greina frá þessum helstu áskorunum og ógnum ríkjanna og hvort hægt sé að útskýra þær með hugmyndum mótunarhyggju og Kaupmannahafnarskólans. Rannsóknin er eigindleg tilviksrannsókn með mörgum tilvikum þar sem aðildarríki Norðurskautsráðs eru tilvikin. Stefnur ríkjanna til málefna norðurslóða eru greindar og bornar saman. Því er rannsóknaraðferð ritgerðarinnar samanburðarrannsókn þar sem stuðst er við stefnugreiningu. Niðurstöður eru að helstu áherslumál ríkjanna eru umhverfismál og ógnirnar sem af þeim stafa. Þrátt fyrir að deila hagsmunum er spenna í samskiptum ríkjanna sem er útskýrð með hugmyndum mótunarhyggju. Ríkin eru í svæðisbundinni öryggissamstæðu sem byggist á því að þau deila öryggismálum svo myndast víxlhæði á milli ríkjanna.

Samþykkt: 
  • 10.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34407


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal_ÞHG_Master.pdf820.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_um_meðferð_lokaverkefni.pdf28.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF