is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34408

Titill: 
  • Konur koma konum að - eða hvað? Áhrif kyns utanríkis- og varnarmálaráðherra á innleiðingu aðgerðaráætlana vegna ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1325 um konur frið og öryggi
  • Titill er á ensku Women Advance Women Issues – or Do They? The Impact of Foreign and Defense Ministers Gender on the Implementation of National Action Plans for UN Security Council Resolution no. 1325 on Women, Peace and Security.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Farið er yfir tilraunir kvenkyns aktívista til að koma málefnum kvenna á dagskrá, sem leiðir að lokum til samþykktar ályktunar 1325. Við samþykkt ályktunarinnar árið 2000 hlaut sérstaða kvenna á átakasvæðum fyrst alþjóðlega viðurkenningu. Síðan þá hefur áhugi á málefnum kvenna aukist til muna en aðgerðirnar hafa ekki fylgt eftir í sama mæli. Aðgerðaráætlanir ríkja eru samt sem áður forsenda þess að ályktunin skili árangri.
    Í þessari ritgerð er leitast við að kanna áhrif þess að konur gegni stöðu varnarmála- eða utanríkisráðherra á líkur þess að ríki innleiði aðgerðaráætlun vegna ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1325. Notast er við tölfræðigreiningu þegar áhrif kyns ráðherra á innleiðingu aðgerðaráætlana er skoðuð og niðurstöðurnar eru síðan greindar með femíniskum öryggisfræðikenningum, femíniskri aðferðarfræði og kenningunni um krítíska gerendur. Niðurstaðan er sú konur hafa komið ályktuninni á þann stall sem hún er á í dag, en bæði konur og karlar í umræddum ráðherrastöðum innleiða aðgerðaráætlanir vegna ályktunar 1325. Bæði karlar og konur eru því í vissum skilningi lykilaðilar í útbreiðslu ályktunarinnar. Það eru þó marktæk tengsl á milli þess að ríki hafi innleitt aðgerðaráætlun og að kona hafi einhvern tímann setið sem utanríkis- eða varnarmálaráðherra. Ríki eru 15% líklegri til að innleiða aðgerðaráætlun í þeim tilfellum.

Samþykkt: 
  • 10.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34408


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð lokaútgáfa.pdf515.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð verkefnisins.pdf305.39 kBLokaðurYfirlýsingPDF