Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34410
Markmið rannsóknarinnar er í raun tvíþætt: að rannsaka viðhorf verslunarstarfsfólks í matvöruverslun á Íslandi gagnvart starfinu og gagnvart framtíðinni, en framtíðin á við framtíð starfsgreinarinnar í heild og persónulegrar starfsframtíðar starfsfólksins. Þetta er gert með það að leiðarljósi að geta notað innsýnina til að bæta starfsánægju og starfsframmistöðu hjá þessum hópi fólks.
Í þessari rannsókn er leitað svara í gegnum ýtarleg viðtöl hver helstu vandamálin eru sem starfsfólk í ákveðinni íslenskri verslunarkeðju þarf að glíma við og hvernig þau eru í samanburði við vandamál starfsgreinarinnar í öðrum löndum. Auk þess er leitast við að fá fram upplýsingar um viðhorf á sjálfsafgreiðslutækni þar sem notkun hennar er að færast í aukana á Íslandi.
Niðurstöður benda til þess að viðhorf starfsfólks eru að mestu leyti byggð á sambandinu og samskiptum við fólkið sem það afgreiðir og vinnur með, og að sjálfsafgreiðslutækni veldur litlum áhyggjum. Annars vegar vegna þess að starfsfólkinu finnst hún passa illa inn í sína eigin verslun og hins vegar vegna þess að þau ætla ekki að vinna lengi í þessum geira hvort sem er. Sjálfsafgreiðslukassar geta á hinn bóginn leyst starfsfólk frá afgreiðslustörfum og gert því kleift að vinna að öðrum verkefnum sem þeim líkar betur og gefið því frelsi til að hafa meiri félagsleg samskipti. Niðurstöður benda einnig til þess að stjórnendur ættu að reyna að ýta undir jákvæð samskipti til að tryggja starfsánægju og þar með lágmarka starfsmannaveltu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil.pdf | 475,55 kB | Lokaður til...01.10.2026 | Heildartexti | ||
Skemman_yfirlysing.pdf | 98,46 kB | Lokaður | Yfirlýsing |