Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34411
Íslenska lífeyrissjóðskerfið er afar umfangsmikið. Kerfið er mikilvægur þáttur, bæði á fjármálamarkaði þar sem sjóðirnir eru ansi umsvifamiklir sem fjármagnseigendur en ekki síður fyrir almenning sem treysta á sjóðina til að sjá sér fyrir um tekjur eftir að starfsferli lýkur.
Á Íslandi eru starfandi tuttugu og einn sjóður og hefur þeim farið hratt fækkandi á undanförnum árum og áratugum. Gagnrýnisraddir hafa heyrst sökum fjölda sjóða á Íslandi og að rekstrarkostnaður þeirra of mikill. Í þessari rannsókn verður skoðað hvort rétt sé að skoða frekari samþjöppun á þessu sviði með áherslu á opinberu sjóðina, LSR og Brú.
Til að svara rannsóknarspurningunni var beitt eigindlegri aðferðafræði. Tekin voru einstaklingsviðtöl við fimm framkvæmdastjóra innan íslenska lífeyrissjóðskerfisins. Helstu niðurstöður voru þær að viðmælendur voru allir sammála um að mikil samlegðaráhrif væru á milli LSR og Brú. Að hægt væri að ná niður rekstrarkostnaði sem hlutfall af eignum og ná fram betri ávöxtun í krafti stærðar með sameiningu. Öll höfðu þau þó áhyggjur af A- og sérstaklega B-deildunum hjá sjóðunum tveimur og þeim baktryggingum sem þar eru.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Benedikt Jón Sigmundsson.pdf | 1.23 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirferð um meðferð lokaverkefna.pdf | 97.36 kB | Lokaður | Yfirlýsing |