is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34412

Titill: 
  • Um samhljóðastigvíxl í íslensku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Íslensk samhljóð í rótarbakstöðu orða sýna talsverð tilbrigði. Þetta sést í víxlmyndum eins og sama orðs eins og puti (eins og í Gúlliver í Putalandi) : putti, í skyldum orðum eins og ofan : uppi og lófi : löpp : labba, í eiginnöfnum og samsvarandi gælunöfnum eins og Sigurður : Siggi, í nafnorðum og samsvarandi gælumyndum eins og refur : rebbi og í enn fleiri öðrum tegundum orða. Þessi fyrirbæri má kalla samhljóðastigvíxl (e. consonant gradation) með tilliti til líkingar við samhljóðastigvíxl í sumum finnsk-úgrískum málum. Í þessari ritgerð er reynt að komast að uppruna samhljóðastigvíxlanna í íslensku.
    Ritgerðinni er skipt í fjóra kafla. Í fyrstu þremur köflunum er gerð grein fyrir þrenns konar uppruna samhljóðastigvíxlanna og eru þeir Klugeslögmál, tjáningarhersla og hljóðdvalarbreytingin. Í fjórða kaflanum verða til umræðu orðsifjar nokkurra orða af flóknum eða óljósum uppruna ásamt stuttu mati á skýringartilgátum Ásgeirs Blöndals Magnússonar og Kroonens. Niðurstöður ritgerðarinnar eru þríþættar: 1) Samhljóðastigvíxlin eru afar fjölþætt fyrirbæri. Elsti þátturinn er gamlar germanskar leifar en sá yngsti er virk orðmyndunaraðferð í nútímamáli. 2) Stundum eru engin skörp skil milli upprunaskýringanna þriggja og orðsifjar sumra orða má útskýra með fleiri en einum hætti. 3) Til eru orð með samhljóðastigvíxlum af öðrum uppruna eða jafnvel óljósum. Upprunaskýringarnar þrjár duga ekki alltaf til útskýringar. En vonandi getur þessi ritgerð varpað einhverju ljósi á málið.
    Efnisorð: orðsifjafræði, íslensk málsaga, hljóðfræði, hljóðkerfisfræði, málbreyting, samanburðarmálfræði og Guus Kroonen.

Samþykkt: 
  • 10.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34412


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf193.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Yunran.pdf557.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna