Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34420
Þessi meistararitgerð felur í sér þýðingu mína á eitt hundrað blaðsíðum úr skýrslum frá árinu 1962 sem sendiherra Sovétríkjanna á Íslandi, Alexandrov Alexandrov, ritaði og greinargerð um þessa þýðingu. Sendiherrann lýsir í skýrslunum samræðum sínum við ýmsa fulltrúa í Sósíalistaflokki Íslands. Sendiherrann og viðmælendur hans koma víða við og er rætt um stöðu stjórnmála á Íslandi, kosningar, efnahagsmál, utanlandsferðir, heimsmálin o.fl. Flestar skýrslurnar fjalla um samræður sendiherrans við formann Sósíalistaflokksins, Einar Olgeirsson, en einnig um samræður við þáverandi félaga í miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins, Eggert Þorbjarnarson, þáverandi framkvæmdastjóra Máls og menningar, Kristin E. Andrésson og þáverandi varaformann Sósíalistaflokksins, Lúðvík Jósepsson. Fyrsti hluti ritgerðarinnar varpar ljósi á stöðu mála í Sósíalistaflokknum árið 1962 sem var viðburðarríkt fyrir flokkinn til þess að veita lesendum skýrslnanna innsýn sem ætti að auðvelda lestur skýrslanna og setur innihald þeirra í samhengi við atburði líðandi stundar á ritunartíma þeirra. Seinni hluta ritgerðarinnar er umfjöllun um texta- og orðræðugreiningu. Beint er sjónum að þýðingafræðilegum þáttum, greini orðræðuna í skýrslunum og fjalla um nokkra þætti textagreiningar sem er mikilvægt er að skoða áður en ráðist er í það verkefni að þýða texta. Ég styðst við skrif Þórunnar Blöndal og Beaugrande og Dressler um orðræðugreiningu, greiningu textategunda samkvæmt aðferð Katharinu Reiss og textagreiningu Christiane Nord. Ég fjalla um innri og ytri þætti eins og t.d. sendanda og markmið, viðtakendur og forþekkingu, orðaforða og uppbyggingu sem eru hluti af textagreiningu Christiane Nord og textategund samkvæmt Reiss. Ég fjalla einnig um þætti í orðræðugreiningu Þórunnar Blöndal eins og t.d. samloðun, aðstæðusamhengi, samfellu og samþykki, og textavensl.
This thesis is a translation of around 100 pages of documents from the year of 1962 and an accompanying report which discusses the content of the documents and their translation. The Soviet ambassador in Iceland wrote the documents in which he recounts his conversations with several members of the Socialist Party in Iceland. The ambassador and his interlocutors discuss various subjects such as the state of affairs in politics in Iceland, elections, economic affairs, trips abroad, world affairs etc. Most of the documents recount discussions with the president of the Socialist Party in Iceland, Einar Olgeirsson and also his conversations with Eggert Þorbjarnarson who was a member of the central committee of the Socialist Party at that time, with Kristinn E. Andrésson who was the manager of the publishing company Mál og menning and with Lúðvík Jósepsson, the vice-chairman of the Socialist Party. The first part of the thesis is dedicated to describing the state of affairs in the Socialist Party in the eventful year of 1962 in order to give the readers information which should facilitate the process of reading the reports and put the documents into context with events that took place before and during their time of writing.
The second part of the thesis is dedicated to discussing text and discourse analysis. I focus on extratextual and intratextual factors, discourse in the documents and write about few factors important to look at before one endeavors to translate a text. I analyze the discourse of the reports by using recommendations for discourse analysis by Þórunn Blöndal and Beaugrande/Dressler, for text type analysis by Katharina Reiss and for text analysis for translation by Christiane Nord. I discuss extratextual and intratextual factors like sender and intention, audience and presuppositions, text composition and lexis which are part of the text analysis and text type analysis according to Nord and Reiss. I also write about factors in discourse analysis according to Blöndal and Beaugrande/Dressler like cohesion, situationality, coherence, acceptability and intertextuality.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sigurður Aron Árnason.pdf | 1.32 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Sigurdur_Aron.pdf | 779.48 kB | Lokaður | Yfirlýsing |